Körfubolti

Á­horf­endum gæti verið vísað úr húsi taki þeir niður töl­fræði á körfu­bolta­leikjum í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn KR á leik sinna manna gegn Stjörnunni síðasta vetur.
Stuðningsmenn KR á leik sinna manna gegn Stjörnunni síðasta vetur. vísir/bára

KKÍ hefur gert nýjan samning við Genius Sports, aðilann sem sér um allt umsýslu-, móta- og tölfræðikerfi sambandsins.

Við þennan nýja samning fylgja ákveðin einkaréttindi en þetta kemur fram á vef KKÍ. Genius Sports fær einkaréttinn af tölfræðinni til frekari nota og ráðstöfunar á henni.

„Í vetur gildir að miðaeigandi / áhorfandi á leikjum í tveim efstu deildum hefur ekki heimild til að taka eða senda lifandi tölfræði af leiknum hvort sem er til einkanota eða fyrir erlenda veðmálabanka,“ segir í frétt KKÍ.

„Þetta á við um hljóð- og vídeóupptökur, útsendingar, skrásetningu á tölfræði eða annað tengt upplýsingasöfnun aðila sem ekki eru starfsmenn leiksins.“

„Vakni minnsti grunur um að einstaklingur sé að brjóta þessa reglu er gæslufólki og starfsmönnum félags heimilt að vísa viðkomandi húsi að kröfu KKÍ og/banna frá frekari aðsókn í framtíðinni ef þarf. Þetta hafa félög fulla heimild til að framkvæma á sínum leikstöðum í vetur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×