Erlent

Að­gerða­sinninn Jos­hua Wong hand­tekinn í Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Joshua Wong hefur verið mjög áberandi í mótmælum þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum í Hong Kong.
Joshua Wong hefur verið mjög áberandi í mótmælum þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum í Hong Kong. EPA

Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi.

Frá þessu segir á Twitter-síðu hins 23 ára Wong, en hann á að hafa verið handtekinn fyrir að hafa borið gegn reglum um samkomubann í mótmælum á síðasta ári. Þá á hann einnig að hafa verið sakaður um brot á reglum sem kváðu á um bann við notkun gríma á almannafæri. 

Umrætt grímubann hefur síðan verið úrskurðað brjóta í bága við stjórnarskrá.

Erlendir fjölmiðlar hafa eftir talsmanni Wong að Wong sé sakaður um að hafa gerst brotlegur við reglur í mótmælaaðgerðum sem fram fóru 5. október á síðasta ári. Neyðarlögum hafði verið komið á degi fyrr sem kváðu meðal annars á um grímubann í mótmælum.

Gríðarleg mótmæli blossuðu upp í Hong Kong eftir að lögunum var komið á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×