Rauði krossinn opnar meðferðardeild vegna COVID-19 í Jemen Heimsljós 24. september 2020 09:44 ICRC Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), norski og finnski Rauða krossinn og jemenski Rauði hálfmáninn opnuðu í vikunni gjaldfrjálsa meðferðardeild í borginni Aden í suðurhluta Jemen fyrir einstaklinga sem veikjast af COVID-19. Heilbrigðiskerfið í Jemen er í molum eftir stríðið og hvergi hafa fleiri látist hlutfallslega af völdum veirunnar eftir afar erfiða fyrstu bylgju sjúkdómsins þar í landi. Meðferðardeildin er meðal annars útbúin 60 rúmum, röntgen herbergi, legudeildum, aðstöðu til að einangra smitaða, aðstöðu fyrir forgangsröðun sjúklinga og rannsóknarstofu. Nokkur tonn af sjúkragögnum og búnaði voru flutt á staðinn í umsjón alþjóðlegs læknateymis. Meira en helmingur meðferðardeilda í Jemen eru lokaðar eftir áralöng átök og er aðgengi að heilbrigðisþjónustu mjög skert fyrir marga íbúa. Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) hafa 585 einstaklingar látist af völdum COVID-19 sem er hæsta hlutfall dauðsfalla í heimi af hverju greindu tilfelli en þau eru ríflega tvö þúsund. Heilbrigðisyfirvöld í Jemen greina frá nýjum smitum í suðurhluta landsins og áframhaldandi útbreiðsla veirunnar er mjög líkleg, segir í frétt Rauða krossins á Íslandi. Þar segir að hlífðarbúnaður sé takmarkaður, íbúar útbúi einfaldar andlitsgrímur fyrir ástvini sína og andlitshlífar fyrir heilbrigðisstarfsmenn til þess að reyna að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. „Það eru of fáar heilbrigðisstofnanir sem geta meðhöndlað COVID-19 í suðurhluta Jemen. Ef smitum fjölgar getur þessi nýja meðferðardeild aðstoðað,“ sagði Alexandre Equey, yfirmaður sendinefndar Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Jemen. „Þegar COVID-19 skall á Aden fyrir nokkrum mánuðum hættu mörg sjúkrahús að taka við sjúklingum. Fólk hafði ekki efni á lyfjum og aðrir smitsjúkdómar skutu aftur upp kollinum. Þegar fólk fær COVID-19 verður það að geta leitað sér læknisaðstoðar.“ Vegna viðvarandi átaka og skorts á sjúkragögnum hafa margar heilbrigðisstofnanir, að sögn Rauða krossins, neyðst til að loka í Jemen. Heilbrigðiskerfið á í erfiðleikum með að veita hundruð þúsunda einstaklinga grunnþjónustu og lífi þeirra er ógnað vegna læknanlegra sjúkdóma, vannæringar og stríðstengdra áverka. Skortur á rafmagni og eldsneyti og mikil verðbólga gerir það að verkum að matur, lyf og aðrar nauðsynjavörur eru of dýrar fyrir flesta og gerir lífið afar erfitt. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við hjálparstarf í Jemen síðastliðin ár bæði með störfum íslenskra sendifulltrúa en einnig með beinum fjárframlögum. Frá árinu 2017 hefur Rauði krossinn á Íslandi stutt við mannúðaraðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins og jemenska Rauða hálfmánans á vettvangi átaka í Jemen um tæplega 97 milljónir króna með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins. Frétt Rauða krossins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC), norski og finnski Rauða krossinn og jemenski Rauði hálfmáninn opnuðu í vikunni gjaldfrjálsa meðferðardeild í borginni Aden í suðurhluta Jemen fyrir einstaklinga sem veikjast af COVID-19. Heilbrigðiskerfið í Jemen er í molum eftir stríðið og hvergi hafa fleiri látist hlutfallslega af völdum veirunnar eftir afar erfiða fyrstu bylgju sjúkdómsins þar í landi. Meðferðardeildin er meðal annars útbúin 60 rúmum, röntgen herbergi, legudeildum, aðstöðu til að einangra smitaða, aðstöðu fyrir forgangsröðun sjúklinga og rannsóknarstofu. Nokkur tonn af sjúkragögnum og búnaði voru flutt á staðinn í umsjón alþjóðlegs læknateymis. Meira en helmingur meðferðardeilda í Jemen eru lokaðar eftir áralöng átök og er aðgengi að heilbrigðisþjónustu mjög skert fyrir marga íbúa. Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) hafa 585 einstaklingar látist af völdum COVID-19 sem er hæsta hlutfall dauðsfalla í heimi af hverju greindu tilfelli en þau eru ríflega tvö þúsund. Heilbrigðisyfirvöld í Jemen greina frá nýjum smitum í suðurhluta landsins og áframhaldandi útbreiðsla veirunnar er mjög líkleg, segir í frétt Rauða krossins á Íslandi. Þar segir að hlífðarbúnaður sé takmarkaður, íbúar útbúi einfaldar andlitsgrímur fyrir ástvini sína og andlitshlífar fyrir heilbrigðisstarfsmenn til þess að reyna að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. „Það eru of fáar heilbrigðisstofnanir sem geta meðhöndlað COVID-19 í suðurhluta Jemen. Ef smitum fjölgar getur þessi nýja meðferðardeild aðstoðað,“ sagði Alexandre Equey, yfirmaður sendinefndar Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Jemen. „Þegar COVID-19 skall á Aden fyrir nokkrum mánuðum hættu mörg sjúkrahús að taka við sjúklingum. Fólk hafði ekki efni á lyfjum og aðrir smitsjúkdómar skutu aftur upp kollinum. Þegar fólk fær COVID-19 verður það að geta leitað sér læknisaðstoðar.“ Vegna viðvarandi átaka og skorts á sjúkragögnum hafa margar heilbrigðisstofnanir, að sögn Rauða krossins, neyðst til að loka í Jemen. Heilbrigðiskerfið á í erfiðleikum með að veita hundruð þúsunda einstaklinga grunnþjónustu og lífi þeirra er ógnað vegna læknanlegra sjúkdóma, vannæringar og stríðstengdra áverka. Skortur á rafmagni og eldsneyti og mikil verðbólga gerir það að verkum að matur, lyf og aðrar nauðsynjavörur eru of dýrar fyrir flesta og gerir lífið afar erfitt. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við hjálparstarf í Jemen síðastliðin ár bæði með störfum íslenskra sendifulltrúa en einnig með beinum fjárframlögum. Frá árinu 2017 hefur Rauði krossinn á Íslandi stutt við mannúðaraðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins og jemenska Rauða hálfmánans á vettvangi átaka í Jemen um tæplega 97 milljónir króna með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins. Frétt Rauða krossins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent