Rúmenarnir fengu áheyrn nefndar Evrópuþingsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. september 2020 19:00 Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór. Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór.
Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira