Kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro sem halda átti í febrúar á næsta ári hefur nú verið frestað í ljósi kórónuveirufaraldursins.
Samba-skólarnir, sem standa að hátíðinni höfðu áður gefið út yfirlýsingu þess efnis að illmögulegt væri að halda hátíðina, yrði bóluefni ekki komið í febrúar en nú hefur hún verið slegin af með öllu.
Milljónir ferðamanna sækja hátíðarhöldin í Rio á hverju ári og er þetta hápunktur ársins í lífi Brasilíumanna sjálfra.
Kórónuveiran hefur leikið Brasilíu grátt og hafa fjórar og hálf milljón manna smitast af veirunni og um 140 þúsund hafa látið lífið. Vonast er til að einhvers konar svipuð hátíð geti farið fram síðar á árinu.