Innlent

Símaklefi í hlutverki bakarís í Stykkishólmi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Helgi Eiríksson, sem hefur umsjón með símaklefanum við Nesbrauð þar sem hægt er að kaupa bakkelsi úr bakaríinu á kvöldin og nóttunni.
Helgi Eiríksson, sem hefur umsjón með símaklefanum við Nesbrauð þar sem hægt er að kaupa bakkelsi úr bakaríinu á kvöldin og nóttunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Gamall símaklefi hefur fengið nýtt hlutverk í Stykkishólmi því hann er notaður sem bakarí á kvöldin og nóttunni til að koma í veg fyrir matarsóun. Uppátækið hefur vakið athygli og gengið mjög vel enda mikið verslað í símaklefanum.

Það er alltaf nóg að gera í bakaríinu Nesbrauði, ekki síst yfir sumartímann þegar það er mikið af ferðamönnum á ferðinni, aðallega Íslendingar. En þegar bakaríið lokar síðdegis kemur að hlutverki símaklefans, hann er fylltur af allskonar vörum úr bakaríinu, sem seldust ekki yfir daginn og þá tekur sjálfsafgreiðsla við þangað til bakaríið opnar snemma næsta morgun. Með þessu eru eigendur bakarísins að koma í veg fyrir matarsóun.

„Þegar dagurinn er búinn tökum við alla afganga og setjum hann í poka og út í klefa. Svo annað hvort millifærir fólk eða leggur peninginn inn sjálft, þetta hefur bara skotgengið enda höfum við ekki þurft að henda neinu,“ segir Helgi Eiríksson, yfirumsjónarmaður símaklefans

Helgi segist að oftast seljist allt úr klefanum og að fólk sé mjög heiðarlegt með að borga, það sé ekkert verið að svindla á því.

Mikil ánægja er með bakkelsið í klefanum þar sem fólk afgreiðir sig sjálft, annað hvort með því að borga í bauk við símaklefann eða að leggja inn á reikning Nesbrauðs.Magnús Hlynur Hreiðarsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×