Jóhannes um atvikið umdeilda: Hún hefur séð eitthvað allt annað en við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2020 21:00 Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari KR sem berst í botnabaráttu Pepsi Max deildar kvenna. VÍSIR/VILHELM Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“ KR Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“
KR Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42