Átök milli lögreglu og samkomubannsmótmælenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 18:38 Mótmælendur á Trafalgar torgi í dag. EPA-EFE/ANDY RAIN Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt. Að sögn lögreglu voru tíu handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust. Tveir þeirra þurftu að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi. „Við hvetjum hópa enn að dreifa úr sér,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. Mótmælendur kyrjuðu „Frelsi“ og héldu á skiltum sem á stóð „Við samþykkjum þetta ekki“ og „Covid 1984,“ með vísan í bókina 1984 eftir George Orwell. Þúsundir voru viðstaddir mótmælunum en mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Trafalgar torgi til þess að mótmæla samkomutakmörkunum sem settar hafa verið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Some crowds have left Trafalgar Square, moving to Hyde ParkWe want to be clear, this protest is no longer exempt from the regulations. Sadly, some officers have been injured while engaging with people— MPS Events (@MetPoliceEvents) September 26, 2020 Margir mótmælenda sögðu í samtali við fréttamenn á svæðinu að þeir teldu faraldurinn vera uppspuna yfirvalda, sem hafi verið búinn til til þess að stjórna almenningi. Lögregla skipaði mótmælendunum að dreifa úr sér þar sem þeir fylgdu ekki fjarlægðarreglum og báru ekki grímur fyrir vitum og fylgdu því ekki sóttvarnareglum, en nú er í gildi sex manna samkomutakmark á Bretlandi. Á myndskeiðum sjást lögreglumenn þá nota kylfur til að stía fólki í sundur. „Við viljum vera alveg skýr, þessi mótmæli eru ekki undanskilin sóttvarnareglum.,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. „Við biðjum þá sem eru viðstaddir að dreifa úr sér. Því miður slösuðust nokkrir lögreglumenn eftir að hafa átt í samskiptum við mótmælendur.“ Svipuð mótmæli fóru fram í Lundúnum um síðustu helgi en þá voru 32 handteknir. Voru þeir handteknir meðal annars vegna ofbeldis og fyrir að hafa ráðist á framlínustarfsmann. Tveir lögreglumenn særðust lítillega við þau mótmæli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í liðinni viku hertari samkomutakmarkanir og bað hann fólk um að vinna heima ef það gæti það. Þá var veitingastöðum og krám gert að loka fyrr vegna fjölgunar kórónuveirutilfella. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51 Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Til átaka kom á mótmælum í miðborg Lundúnum í dag, þar sem stór hópur fólks mótmælti útgöngubanni. Lögregla var að reyna að dreifa hópnum vegna þess að fjarlægðarmörkum var ekki fylgt. Að sögn lögreglu voru tíu handteknir og fjórir lögreglumenn slösuðust. Tveir þeirra þurftu að leita sér læknisaðstoðar á sjúkrahúsi. „Við hvetjum hópa enn að dreifa úr sér,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. Mótmælendur kyrjuðu „Frelsi“ og héldu á skiltum sem á stóð „Við samþykkjum þetta ekki“ og „Covid 1984,“ með vísan í bókina 1984 eftir George Orwell. Þúsundir voru viðstaddir mótmælunum en mótmælendur höfðu komið sér fyrir á Trafalgar torgi til þess að mótmæla samkomutakmörkunum sem settar hafa verið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Some crowds have left Trafalgar Square, moving to Hyde ParkWe want to be clear, this protest is no longer exempt from the regulations. Sadly, some officers have been injured while engaging with people— MPS Events (@MetPoliceEvents) September 26, 2020 Margir mótmælenda sögðu í samtali við fréttamenn á svæðinu að þeir teldu faraldurinn vera uppspuna yfirvalda, sem hafi verið búinn til til þess að stjórna almenningi. Lögregla skipaði mótmælendunum að dreifa úr sér þar sem þeir fylgdu ekki fjarlægðarreglum og báru ekki grímur fyrir vitum og fylgdu því ekki sóttvarnareglum, en nú er í gildi sex manna samkomutakmark á Bretlandi. Á myndskeiðum sjást lögreglumenn þá nota kylfur til að stía fólki í sundur. „Við viljum vera alveg skýr, þessi mótmæli eru ekki undanskilin sóttvarnareglum.,“ skrifaði lögregla Lundúna á Twitter. „Við biðjum þá sem eru viðstaddir að dreifa úr sér. Því miður slösuðust nokkrir lögreglumenn eftir að hafa átt í samskiptum við mótmælendur.“ Svipuð mótmæli fóru fram í Lundúnum um síðustu helgi en þá voru 32 handteknir. Voru þeir handteknir meðal annars vegna ofbeldis og fyrir að hafa ráðist á framlínustarfsmann. Tveir lögreglumenn særðust lítillega við þau mótmæli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í liðinni viku hertari samkomutakmarkanir og bað hann fólk um að vinna heima ef það gæti það. Þá var veitingastöðum og krám gert að loka fyrr vegna fjölgunar kórónuveirutilfella.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51 Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ísland á rauðan lista Breta Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví. 24. september 2020 16:51
Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35
Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16