Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 19:24 Lögreglumenn bera mótmælanda í burtu. EPA-EFE/STR Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. Meira en fimmtíu mótmælendur voru handteknir á mótmælunum í dag að sögn mannréttindahópa í Hvíta-Rússlandi. Þá hafa myndbönd frá mótmælunum í dag litið dagsins ljós þar sem lögregla virðist spreyja ertandi vökva í andlit mótmælenda í einni hvítrússneskri borg. Fjöldi ríkja viðurkenna Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta Í dag er fimmtugasti dagur mótmæla í Hvíta-Rússlandi sem hófust daginn sem Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti landsins. Niðurstöður kosninganna hafa margir sagt falsaðar, og telja stjórnarandstæðingar að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til þess að ná sínu fram. Samkvæmt opinberum kosningatölum hlaut Lúkasjenkó um 80 prósent atkvæða en stjórnarandstæðingar segja að niðurstöðurnar séu falskar, og að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Svetlana Tíkanovskaja, hafi hlotið minnst 60 prósent atkvæða. Þá hefur fjöldi evrópskra ríkja auk Bandaríkjanna lýst því yfir að þau viðurkenni Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta landsins. Fyrr í þessari viku var haldin innsetningarathöfn Lúkasjenkó í embættið, en hann hefur þó verið forseti landsins frá árinu 1994. Beittu táragasi og blossasprengjum Lögreglan í borginni Gomel hefur þegar viðurkennt að hafa beitt mótmælendur sem þeir sögðu „óhlýðna mótmælendur,“ táragasi og blossasprengjum í dag. Þá hafa myndbönd sýnt lögreglumenn spreyja ertandi vökva framan í mótmælendur. Í Minsk, höfuðborg landsins, mótmæltu tugir þúsunda sjöundu helgina í röð. Óeirðalögregla handtók fjölda fólks, sem lögreglumenn drógu úr hópum mótmælenda og fluttu á brott í ómerktum bílum. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45 Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. Meira en fimmtíu mótmælendur voru handteknir á mótmælunum í dag að sögn mannréttindahópa í Hvíta-Rússlandi. Þá hafa myndbönd frá mótmælunum í dag litið dagsins ljós þar sem lögregla virðist spreyja ertandi vökva í andlit mótmælenda í einni hvítrússneskri borg. Fjöldi ríkja viðurkenna Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta Í dag er fimmtugasti dagur mótmæla í Hvíta-Rússlandi sem hófust daginn sem Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti landsins. Niðurstöður kosninganna hafa margir sagt falsaðar, og telja stjórnarandstæðingar að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til þess að ná sínu fram. Samkvæmt opinberum kosningatölum hlaut Lúkasjenkó um 80 prósent atkvæða en stjórnarandstæðingar segja að niðurstöðurnar séu falskar, og að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Svetlana Tíkanovskaja, hafi hlotið minnst 60 prósent atkvæða. Þá hefur fjöldi evrópskra ríkja auk Bandaríkjanna lýst því yfir að þau viðurkenni Lúkasjenkó ekki sem réttmætan forseta landsins. Fyrr í þessari viku var haldin innsetningarathöfn Lúkasjenkó í embættið, en hann hefur þó verið forseti landsins frá árinu 1994. Beittu táragasi og blossasprengjum Lögreglan í borginni Gomel hefur þegar viðurkennt að hafa beitt mótmælendur sem þeir sögðu „óhlýðna mótmælendur,“ táragasi og blossasprengjum í dag. Þá hafa myndbönd sýnt lögreglumenn spreyja ertandi vökva framan í mótmælendur. Í Minsk, höfuðborg landsins, mótmæltu tugir þúsunda sjöundu helgina í röð. Óeirðalögregla handtók fjölda fólks, sem lögreglumenn drógu úr hópum mótmælenda og fluttu á brott í ómerktum bílum.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45 Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18 Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær. 24. september 2020 13:45
Mótmæli héldu áfram eftir nýja embættistöku Lúkasjenkó Enn kom til átaka í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og beitti óeirðalögreglan öflugum vatnsbyssum og hvellsprengjum á mótmælendur og handtók um 150 manns. 24. september 2020 07:18
Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. 23. september 2020 10:29