„Má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2020 08:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sjá meira
Tuttugu manns greindust með kórónuveiruna hér á landi á laugardag en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að búast megi við því að tölur gærdagsins verði ívið hærri. Þar spili helst inn í að heil skipsáhöfn greindist jákvæð í gær og það togi tölurnar dálítið upp. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á miðnætti tóku nýjar reglur um takmarkanir á samkomum gildi en helsta breytingin er sú að krám og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu er leyft að opna að nýju eftir að þeim var gert að loka fyrir um tíu dögum síðan. Samkvæmt reglunum er nú öllum vínveitingastöðum á landinu, hvort sem um ræðir veitingastað, skemmtistað eða bar, gert skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum sínum eins og almennt tíðkast á kaffihúsum og veitingastöðum. Þá er eins metra reglan enn í gildi og ekki mega fleiri en 200 manns koma saman. Víðir segir að það muni skýrast næstu daga hvort við séum búin að ná einhverjum toppi í þessari þriðju bylgju faraldursins eða hvort við séum ennþá á leiðinni upp. „Það má búast við að tölur gærdagsins verði ívið hærri vegna þess að það er heil skipsáhöfn sem greinist jákvæð í gær. Það togar tölurnar dálítið upp. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví hefur heldur farið hækkandi sem er jákvætt,“ segir Víðir. Hann kveðst halda að á þriðjudags- eða miðvikudagsmorgun verði komin skýrari mynd á það á hvaða leið þróun faraldursins er. „Vegna þess að þá líka erum við farin að sjá álagið á heilbrigðiskerfið,“ segir Víðir en fram kom í fréttum í gær að fjórir eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af er einn í öndunarvél. Aðspurður hvort það eigi að fara í harðari aðgerðir segir Víðir að það sé alltaf verið að meta stöðuna og afla sem bestra upplýsinga. Hann bendir á nýju reglurnar sem tóku gildi í dag varðandi vínveitingastaðina og að nú gildi sömu reglur um alla þá staði. „En á sama tíma erum við búnir að vera áhyggjufullir yfir þessari þróun. Við vorum að vonast til þess að þær aðgerðir sem var gripið til og leiðbeiningar sem menn fóru í fyrir tæpum tveimur vikum, við værum farin að sjá kannski sterkari merki um það að það væri farið að draga úr faraldrinum. Það eru ennþá svona frekar óljós ef nokkur merki um það þannig að auðvitað þarf að skoða það alltaf.“ Víðir leggur áherslu á að þetta sé í okkar höndum og að almenningur þurfi að beita þeim aðgerðum sem allir þekkja sem eru þessar persónubundnu sóttvarnir; þvo hendur vel, spritta og sótthreinsa sameiginlega snertifleti. „Og líka það að draga heldur úr þeim fjölda sem við umgöngumst og meta vel hvað við ætlum að gera til þess að halda áfram,“ segir Víðir. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins verður klukkan 14 í dag, líkt og undanfarna mánudaga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sjá meira