Fanta sjóbirtingsveiði í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 28. september 2020 08:41 Kristján Páll Rafnson hjá Fish Partner með einn vænann Sjóbirtingsveiðin í Tungufljóti í Skaftárhreppi hefur verið eins og von er til fanta góð þetta haustið og það eru vænir birtingar sem eru að koma á land. Það er Fish Partner sem selur leyfin í Tungufljót og það er greinilega mikil ásókn í svæðið því það er uppselt það sem eftir lifir tímabilsins. "Eini möguleikinn er sá að erlendir veiðimenn sem eiga bókað komist ekki í dagana sína en eins og staðan er núna eru þeir allir að stefna á að koma" segir Kristján Páll Rafnsson í samtali við Veiðivísi. "Það er búið að ganga mjög vel þrátt fyrir að veður hafi oft verið rystjótt en hollið um helgina fékk 36 fiska, þar af eina tuttugu punda hrygnu sem var mæld 91 sm. Hún var alveg hnöttótt! Já og svo veiddist eitt stígvél. Stígvél nr 44 ef einhver saknar þess má sá hinn sami hafa samband og vitja þess til okkar" bætti Kristján við. Sindri Hlíðar með flottan birting úr Tungufljóti Veitt er til 20. október í Tungufljóti og besti tíminn er oft þegar sá mánuður gengur í garð. Á meðan veður helst þokkalegt og ekki mikið frost herjar á veiðimenn getur veiðin verið alveg frábær út tímabilið. Stígvélið góða sem veiddist í Tungufljóti Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Sjóbirtingsveiðin í Tungufljóti í Skaftárhreppi hefur verið eins og von er til fanta góð þetta haustið og það eru vænir birtingar sem eru að koma á land. Það er Fish Partner sem selur leyfin í Tungufljót og það er greinilega mikil ásókn í svæðið því það er uppselt það sem eftir lifir tímabilsins. "Eini möguleikinn er sá að erlendir veiðimenn sem eiga bókað komist ekki í dagana sína en eins og staðan er núna eru þeir allir að stefna á að koma" segir Kristján Páll Rafnsson í samtali við Veiðivísi. "Það er búið að ganga mjög vel þrátt fyrir að veður hafi oft verið rystjótt en hollið um helgina fékk 36 fiska, þar af eina tuttugu punda hrygnu sem var mæld 91 sm. Hún var alveg hnöttótt! Já og svo veiddist eitt stígvél. Stígvél nr 44 ef einhver saknar þess má sá hinn sami hafa samband og vitja þess til okkar" bætti Kristján við. Sindri Hlíðar með flottan birting úr Tungufljóti Veitt er til 20. október í Tungufljóti og besti tíminn er oft þegar sá mánuður gengur í garð. Á meðan veður helst þokkalegt og ekki mikið frost herjar á veiðimenn getur veiðin verið alveg frábær út tímabilið. Stígvélið góða sem veiddist í Tungufljóti
Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði