Fresta atkvæðagreiðslu um lífskjarasamninginn til morguns Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 10:28 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa frestað atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja sinna um mögulega riftun lífskjarasamningsins til morguns. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA í samtali við fréttastofu. Til stóð að atkvæðagreiðslan hæfist síðdegis í dag. Fundur SA og stjórnvalda hófst klukkan níu í morgun í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn í morgun að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun og standa yfir til hádegis á miðvikudag. SA myndu halda áfram viðræðum við stjórnvöld í millitíðinni. Þá gerði hann ekki ráð fyrir að funda með verkalýðshreyfingunni í dag. „Við erum sammála um það Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórnin að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum og kjaramálum þurfi að bregðast. Aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín. Inntur eftir því af hverju atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað sagði Halldór Benjamín að samtökin teldu að dagurinn myndi nýtast vel í samtal við stjórnvöld. SA telji mikilvægt að leiða samtalið til lykta áður en atkvæðagreiðsla hefjist. Þá sagði hann samtökin sjálf hafa tekið ákvörðunina um að fresta atkvæðagreiðslunni. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns við Halldór Benjamín má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áður stóð til að aðildarfyrirtæki SA greiddu atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Gefið hafði verið út að yrði uppsögnin samþykkt og samkomulag næðist ekki fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hygðust SA segja samningnum upp. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18 Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. 28. september 2020 09:18
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43