Voru bestir á Íslandi fyrir áratug en taka nú ekki þátt: „Leiðinleg og erfið ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 08:00 Stemmningin í Sláturhúsinu í Keflavík eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari karla 2010. vísir/daníel Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60. Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60.
Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti