Tryggingagjald lækkað tímabundið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 11:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á nýyfirstöðnum blaðamannafundi. vísir/vilhelm Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021 og felst lækkunin í því að tryggingagjald verður ekki tekið af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Þetta er á meðal þeirra átta aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Fram kom í máli hennar að heildarkostnaður við aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar nú geti numið allt að 25 milljörðum króna. Kostnaður við að framlengja fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts með átakinu Allir vinna nemi átta milljörðum króna og að kostnaður við lækkun tryggingagjalds nemi fjórum milljörðum króna. Í viðtali við fréttastofu eftir blaðamannafundinn sagði Katrín aðspurð að lækkun tryggingagjaldsins í prósentum væri 0,25%. Fjárstuðningur, skattaívilnanir og aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, skattaívilnanir vegna grænna fjárfestinga, aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu, úrbætur í skipulags- og byggingamálum, umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði og að frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn verða lögð fram. Þessi aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar funda sem formenn stjórnarflokkanna hafa átt undanfarna tvo daga með forystu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. SA og ASÍ greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar. Telur SA svo vera en ASÍ er á öndverðum meiði. Vegna þessarar stöðu boðaði SA til atkvæðagreiðslu um uppsögn samningsins sem hefjast átti í gær. Henni var hins vegar frestað til hádegis í dag. Framkvæmdastjórn SA situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðbragða að vænta frá SA fljótlega upp úr hádegi. Á meðal þess sem ákveða þarf á fundi SA er hvort fresta eigi atkvæðagreiðslunni. Stjórnvöld kynntu í dag átta aðgerðir sem ætlað er auka umsvif í íslensku efnahagslífi og styðja aðila vinnumarkaðarins...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Tuesday, September 29, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 12:21. Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Skattar og tollar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021 og felst lækkunin í því að tryggingagjald verður ekki tekið af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Þetta er á meðal þeirra átta aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Fram kom í máli hennar að heildarkostnaður við aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar nú geti numið allt að 25 milljörðum króna. Kostnaður við að framlengja fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts með átakinu Allir vinna nemi átta milljörðum króna og að kostnaður við lækkun tryggingagjalds nemi fjórum milljörðum króna. Í viðtali við fréttastofu eftir blaðamannafundinn sagði Katrín aðspurð að lækkun tryggingagjaldsins í prósentum væri 0,25%. Fjárstuðningur, skattaívilnanir og aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, skattaívilnanir vegna grænna fjárfestinga, aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu, úrbætur í skipulags- og byggingamálum, umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði og að frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn verða lögð fram. Þessi aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar funda sem formenn stjórnarflokkanna hafa átt undanfarna tvo daga með forystu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. SA og ASÍ greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar. Telur SA svo vera en ASÍ er á öndverðum meiði. Vegna þessarar stöðu boðaði SA til atkvæðagreiðslu um uppsögn samningsins sem hefjast átti í gær. Henni var hins vegar frestað til hádegis í dag. Framkvæmdastjórn SA situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðbragða að vænta frá SA fljótlega upp úr hádegi. Á meðal þess sem ákveða þarf á fundi SA er hvort fresta eigi atkvæðagreiðslunni. Stjórnvöld kynntu í dag átta aðgerðir sem ætlað er auka umsvif í íslensku efnahagslífi og styðja aðila vinnumarkaðarins...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Tuesday, September 29, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 12:21.
Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Skattar og tollar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira