Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 12:20 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vísir/egill Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir. Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir.
Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49
Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22
Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54