Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 19:18 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Baldur „Þetta var frekar fyrirsjáanleg ákvörðun, fannst mér,“ sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar fréttamaður spurðist fyrir um viðbrögð hennar við ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins um að áfram yrði staðið við lífskjarasamninginn. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fór því ekki fram í dag. „Það kom mér reyndar á óvart að þau hafi slegið af atkvæðagreiðsluna en ég taldi það frekar víst að atvinnurekendur sæju hag sinn í því að láta samningana standa, og þar með frið á vinnumarkaði,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún bætti við að aðila á vinnumarkaði biðu stærri vandamál en þau sem leyst verði með kjarasamningum. Vandamálin væru í raun óháð kjarasamningum. Aðspurð hvort hún væri ánægð með ákvörðun SA sagðist Drífa telja hana rökrétta. Í tilkynningu sem SA gaf út fyrr í dag, hvar greint var frá ákvörðuninni um að blása atkvæðagreiðsluna af, sagði meðal annars að sættir á vinnumarkaði verði ekki „keyptar á hvaða verði sem er,“ þó mikilvægar séu. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru og því hafi SA leitað til stjórnvalda, sem í dag tilkynntu um tímabundna lækkun tryggingagjalds. „SA vildi náttúrulega fara inn í þessar viðræður á þeim forsendum að skerða réttindi eða lækka laun. Það voru bara forsendur sem við tókum ekki gildar,“ segir Drífa um þessar fullyrðingar sem fram komu í tilkynningu SA. Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Þetta var frekar fyrirsjáanleg ákvörðun, fannst mér,“ sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar fréttamaður spurðist fyrir um viðbrögð hennar við ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins um að áfram yrði staðið við lífskjarasamninginn. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fór því ekki fram í dag. „Það kom mér reyndar á óvart að þau hafi slegið af atkvæðagreiðsluna en ég taldi það frekar víst að atvinnurekendur sæju hag sinn í því að láta samningana standa, og þar með frið á vinnumarkaði,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún bætti við að aðila á vinnumarkaði biðu stærri vandamál en þau sem leyst verði með kjarasamningum. Vandamálin væru í raun óháð kjarasamningum. Aðspurð hvort hún væri ánægð með ákvörðun SA sagðist Drífa telja hana rökrétta. Í tilkynningu sem SA gaf út fyrr í dag, hvar greint var frá ákvörðuninni um að blása atkvæðagreiðsluna af, sagði meðal annars að sættir á vinnumarkaði verði ekki „keyptar á hvaða verði sem er,“ þó mikilvægar séu. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru og því hafi SA leitað til stjórnvalda, sem í dag tilkynntu um tímabundna lækkun tryggingagjalds. „SA vildi náttúrulega fara inn í þessar viðræður á þeim forsendum að skerða réttindi eða lækka laun. Það voru bara forsendur sem við tókum ekki gildar,“ segir Drífa um þessar fullyrðingar sem fram komu í tilkynningu SA.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20