Hafið skellti Fylki Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 21:18 Í kvöld fór fram níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Úrvalsliðin HaFiÐ og Fylkir mættust í mikilvægri viðureign. HaFiÐ var á heimavelli og völdu þeir kortið Overpass. Leikmenn Fylkis stilltu upp í vörn (counter-terrorist) og HaFiÐ í sókn (terrorist). Viðureignin hófst heldur betur kröftuglega. Í fyrstu lotu stimplaði viruz (Magnús Árni Magnússon) sig inn þegar hann felldi alla fimm leikmenn Hafsins. Bar þessi lota leikmenn ekki Fylkis langt því HaFiÐ brá fætinum fyrir þá strax í annari lotu. Þegar þeir léku leik sem þeir eru þekktir fyrir, þvinguðu kaup á deiglum (skammbyssa - deagle) og stálu lotunni. Sjaldan er ein báran stök Eftir að skiptast á lotum í byrjun leiksins endurtók HaFiÐ leikinn og náði Fylki aftur með deiglum. Sló þessi skellur leikmenn Fylkis út af laginu. Við tók frjálslegur sóknarleikur hjá Hafinu sem augljóslega var slípaður af gífurlegri reynslu. Þar sem leikmenn Hafsins fundu ítrekað opnur á vörn Fylkis eða spiluðu sig einfaldlega í gegnum hana. Tókst þeim að tengja saman 6 lotur í röð og koma sér í sterka stöðu. Staðan í hálfleik HaFiÐ 11 - 4 Fylkir. HaFiÐ virtist ætla að ljúka þessum leik snögglega þegar þeir opnuðu seinni hálfleikinn með því að taka fyrstu tvær loturnar. En leikmenn Fylkis stálu af þeim stígandanum. Með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi fann Fylkir taktinn aftur og tók 4 spennandi lotur í röð. Fljótt dró þó fyrir sólu hjá Fylkismönnum þegar leikmenn Hafsins munduðu hamarinn, tóku tvær lotur í röð og ráku síðasta naglann í kistu Fylkismanna. Lokastaða HaFiÐ 16 - 8 Fylkir Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn
Í kvöld fór fram níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Úrvalsliðin HaFiÐ og Fylkir mættust í mikilvægri viðureign. HaFiÐ var á heimavelli og völdu þeir kortið Overpass. Leikmenn Fylkis stilltu upp í vörn (counter-terrorist) og HaFiÐ í sókn (terrorist). Viðureignin hófst heldur betur kröftuglega. Í fyrstu lotu stimplaði viruz (Magnús Árni Magnússon) sig inn þegar hann felldi alla fimm leikmenn Hafsins. Bar þessi lota leikmenn ekki Fylkis langt því HaFiÐ brá fætinum fyrir þá strax í annari lotu. Þegar þeir léku leik sem þeir eru þekktir fyrir, þvinguðu kaup á deiglum (skammbyssa - deagle) og stálu lotunni. Sjaldan er ein báran stök Eftir að skiptast á lotum í byrjun leiksins endurtók HaFiÐ leikinn og náði Fylki aftur með deiglum. Sló þessi skellur leikmenn Fylkis út af laginu. Við tók frjálslegur sóknarleikur hjá Hafinu sem augljóslega var slípaður af gífurlegri reynslu. Þar sem leikmenn Hafsins fundu ítrekað opnur á vörn Fylkis eða spiluðu sig einfaldlega í gegnum hana. Tókst þeim að tengja saman 6 lotur í röð og koma sér í sterka stöðu. Staðan í hálfleik HaFiÐ 11 - 4 Fylkir. HaFiÐ virtist ætla að ljúka þessum leik snögglega þegar þeir opnuðu seinni hálfleikinn með því að taka fyrstu tvær loturnar. En leikmenn Fylkis stálu af þeim stígandanum. Með viruz (Magnús Árni Magnússon) í fararbroddi fann Fylkir taktinn aftur og tók 4 spennandi lotur í röð. Fljótt dró þó fyrir sólu hjá Fylkismönnum þegar leikmenn Hafsins munduðu hamarinn, tóku tvær lotur í röð og ráku síðasta naglann í kistu Fylkismanna. Lokastaða HaFiÐ 16 - 8 Fylkir
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn