Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 07:01 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. vísir/bára Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar – þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu - varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar, Keflavík, verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. Í gær greindi Vísir frá því að Þorsteinn Halldórsson hefði sagt í samtali við vef DV.is að landsliðskonan Sveindís Jane hefði átt að skipta fyrr um lið. Sveindís gekk í raðir Breiðabliks frá Keflavík fyrir komandi tímabil og hefur slegið í gegn, bæði með Blikum sem og íslenska landsliðinu. Hún er sem stendur markahæst í Pepsi Max deildinni með 14 mörk. Þá skoraði hún í sínum fyrsta A-landsleik á dögunum og gæti endað sem bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik ef allt gengur upp. „Það eina sem ég sé núna er að hún átti að vera löngu búin að fara í sterkara lið. Það er leiðinlegt að segja það við Keflavík en hún hefði höndlað þetta skref miklu fyrr, hún hefði mátt koma til okkar fyrir einu eða tveimur árum. Hún hefði þurft sterkara æfingaumhverfi fyrr, það er ekki hægt að gagnrýna neitt. Keflavík á allt í henni, við vorum ekki að finna hana upp. Ég spyr mig að því hvar hún væri stödd ef hún hefði komið fyrr til okkar eða eitthvert annað í sterkara umhverfi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef erlend félög reyna að fá hana núna, það er spurning hvaða skref hún vill taka. Hversu hratt hún vill taka skrefið, hvort hún fái lið sem hún vill fara til. Hún þarf að gefa sér tíma í að taka ákvörðun, það er ljóst að lið munu bera víurnar í hana,“ segir í samtali Þorsteins við DV. „Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu,“ segir í tilkynningu Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í frétt Vísis hér að ofan er vitnað orðrétt í það sem Þorsteinn ku hafa sagt í samtali við DV þó svo að síðustu tvær setningarnar vanti. Breiðablik mætir Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda á laugardaginn kemur þann 3. október í leik sem svo gott sem sker úr um hvar Íslandsmeistaratitilinn endar í ár. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Blika þar sem Sveindís Jane fór á kostum. Leikurinn á laugardag hefst klukkan 17:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 20 mínútum fyrir leik. Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteini Halldórssyni Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Miðvikudagur, 30. september 2020 Uppfært kl. 10.55: Að gefnu tilefni tekur ritstjórn Vísis fram að hún stendur við fréttaflutning sinn af málinu. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39 Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar – þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu - varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar, Keflavík, verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. Í gær greindi Vísir frá því að Þorsteinn Halldórsson hefði sagt í samtali við vef DV.is að landsliðskonan Sveindís Jane hefði átt að skipta fyrr um lið. Sveindís gekk í raðir Breiðabliks frá Keflavík fyrir komandi tímabil og hefur slegið í gegn, bæði með Blikum sem og íslenska landsliðinu. Hún er sem stendur markahæst í Pepsi Max deildinni með 14 mörk. Þá skoraði hún í sínum fyrsta A-landsleik á dögunum og gæti endað sem bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik ef allt gengur upp. „Það eina sem ég sé núna er að hún átti að vera löngu búin að fara í sterkara lið. Það er leiðinlegt að segja það við Keflavík en hún hefði höndlað þetta skref miklu fyrr, hún hefði mátt koma til okkar fyrir einu eða tveimur árum. Hún hefði þurft sterkara æfingaumhverfi fyrr, það er ekki hægt að gagnrýna neitt. Keflavík á allt í henni, við vorum ekki að finna hana upp. Ég spyr mig að því hvar hún væri stödd ef hún hefði komið fyrr til okkar eða eitthvert annað í sterkara umhverfi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef erlend félög reyna að fá hana núna, það er spurning hvaða skref hún vill taka. Hversu hratt hún vill taka skrefið, hvort hún fái lið sem hún vill fara til. Hún þarf að gefa sér tíma í að taka ákvörðun, það er ljóst að lið munu bera víurnar í hana,“ segir í samtali Þorsteins við DV. „Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu,“ segir í tilkynningu Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í frétt Vísis hér að ofan er vitnað orðrétt í það sem Þorsteinn ku hafa sagt í samtali við DV þó svo að síðustu tvær setningarnar vanti. Breiðablik mætir Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda á laugardaginn kemur þann 3. október í leik sem svo gott sem sker úr um hvar Íslandsmeistaratitilinn endar í ár. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Blika þar sem Sveindís Jane fór á kostum. Leikurinn á laugardag hefst klukkan 17:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 20 mínútum fyrir leik. Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteini Halldórssyni Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Miðvikudagur, 30. september 2020 Uppfært kl. 10.55: Að gefnu tilefni tekur ritstjórn Vísis fram að hún stendur við fréttaflutning sinn af málinu.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39 Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39
Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30
Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10
Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00