Hamrén: Stuðningurinn getur ráðið úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2020 17:30 Erik Hamrén er á leið í sinn stærsta leik sem þjálfari íslenska landsliðsins. vísir/sigurjón Erik Hamrén segist aldrei hafa getað valið eins sterkan hóp síðan hann tók við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta haustið 2018. Eini leikmaðurinn sem Hamrén gat ekki valið í hópinn fyrir leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu er Hólmbert Aron Friðjónsson sem er meiddur. „Að sjálfsögðu er ég ánægður. Þetta er sterkur hópur sem býr yfir mikilli reynslu og miklum hæfileikum,“ sagði Hamrén í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem landsliðshópurinn var kynntur. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Birkir Már Sævarsson kemur aftur inn í landsliðið en hann hefur ekki leikið keppnisleik með því síðan í mars 2019. „Við teljum að hann sé góður fyrir hópinn í þessum leikjum. Við þurfum alltaf að líta á það hverjum við mætum og hvaða möguleika við höfum,“ sagði Hamrén. „Birkir hefur leikið vel í Pepsi Max-deildinni, býr yfir mikilli reynslu og þess vegna völdum við hann.“ Hann getur skipt sköpum Jóhann Berg Guðmundsson hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur en Hamrén vonast til að geta nýtt krafta hans í landsleikjunum sem framundan eru. „Það eru jákvæð teikn á lofti. Hann hefur æft á fullu með sínu liði [Burnley] í þessari viku en ég veit ekki hvort hann spilar með því á morgun. Ég talaði við knattspyrnustjórann [Sean Dyche] og hann segir að Jóhann líti vel út. En hann mun ekki spila alla þrjá leikina í þessari landsleikjatörn,“ sagði Hamrén. „Ég er ánægður að hann geti komið og hann hlakkar mjög til þess. Það er gott því við vitum hversu góður hann er og hann getur skipt sköpum.“ Þrír leikir á sjö dögum Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM 8. október, Danmörku í Þjóðadeildinni 11. október og Belgíu í sömu keppni þremur dögum síðar. Framundan eru því þrír leikir á sjö dögum og Hamrén segir ljóst að hann verði að nýta hópinn sem hann valdi í dag vel. „Það er áskorun. Við verðum að taka stöðuna eftir hvern leik. En auðvitað verða fleiri leikmenn en Jóhann sem spila ekki alla þrjá leikina, t.d. Aron [Einar Gunnarsson]. Við sömdum við félagið hans [Al Arabi] að hann myndi spila gegn Rúmeníu og kannski gegn Danmörku.“ Stuðningurinn skiptir máli Í gær bárust fréttir af því að takmarkaður fjöldi áhorfenda mætti mæta á landsleikina í þessum mánuði. Hamrén segir það skipta miklu máli jafnvel þótt stúkan á Laugardalsvelli verði ekki þétt setin. „Ég er mjög ánægður og sömu sögu er að segja af leikmönnunum. Við vitum hversu góðir stuðningsmennirnir eru. Við sjáum núna, þegar engir áhorfendur eru á leikjum, hversu miklu máli stuðningur skiptir. Árangur liða á heimavelli er ekki jafn góður og venjulega,“ sagði Hamrén. „Ég býst við að fá góðan stuðning. Það er svo lítið sem skilur á milli í svona leikjum og stuðningsmennirnir geta ráðið úrslitum.“ Með góða tilfinningu fyrir leiknum Svíinn kveðst bjartsýnn fyrir leikinn gegn Rúmeníu sem er hans stærsti síðan hann tók við landsliðinu. „Ég er með góða tilfinningu fyrir leiknum og það er góð byrjun. Þetta er 50-50 leikur. Þeir eru sterkir og fyrir ofan okkur á heimslistanum. Allir á Íslandi gera ráð fyrir að við vinnum en allir í Rúmeníu búast við sigri sinna manna,“ sagði Hamrén. „Ég er bjartsýnn. Liðið sem mun ekki gera stór mistök og verður skilvirkara mun vinna þennan leik. Það gæti verið að Tólfan okkar skipti sköpum.“ Klippa: Viðtal við Erik Hamrén EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hikaði ekki við að velja Birki Má aftur í landsliðið Birkir Már Sævarsson hefur farið á kostum í Pepsi Max deildinni að undanförnu og fékk sæti í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Danmörku og Belgíu. 2. október 2020 14:23 Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19 Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu. 2. október 2020 12:46 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Erik Hamrén segist aldrei hafa getað valið eins sterkan hóp síðan hann tók við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta haustið 2018. Eini leikmaðurinn sem Hamrén gat ekki valið í hópinn fyrir leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu er Hólmbert Aron Friðjónsson sem er meiddur. „Að sjálfsögðu er ég ánægður. Þetta er sterkur hópur sem býr yfir mikilli reynslu og miklum hæfileikum,“ sagði Hamrén í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem landsliðshópurinn var kynntur. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Birkir Már Sævarsson kemur aftur inn í landsliðið en hann hefur ekki leikið keppnisleik með því síðan í mars 2019. „Við teljum að hann sé góður fyrir hópinn í þessum leikjum. Við þurfum alltaf að líta á það hverjum við mætum og hvaða möguleika við höfum,“ sagði Hamrén. „Birkir hefur leikið vel í Pepsi Max-deildinni, býr yfir mikilli reynslu og þess vegna völdum við hann.“ Hann getur skipt sköpum Jóhann Berg Guðmundsson hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur en Hamrén vonast til að geta nýtt krafta hans í landsleikjunum sem framundan eru. „Það eru jákvæð teikn á lofti. Hann hefur æft á fullu með sínu liði [Burnley] í þessari viku en ég veit ekki hvort hann spilar með því á morgun. Ég talaði við knattspyrnustjórann [Sean Dyche] og hann segir að Jóhann líti vel út. En hann mun ekki spila alla þrjá leikina í þessari landsleikjatörn,“ sagði Hamrén. „Ég er ánægður að hann geti komið og hann hlakkar mjög til þess. Það er gott því við vitum hversu góður hann er og hann getur skipt sköpum.“ Þrír leikir á sjö dögum Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM 8. október, Danmörku í Þjóðadeildinni 11. október og Belgíu í sömu keppni þremur dögum síðar. Framundan eru því þrír leikir á sjö dögum og Hamrén segir ljóst að hann verði að nýta hópinn sem hann valdi í dag vel. „Það er áskorun. Við verðum að taka stöðuna eftir hvern leik. En auðvitað verða fleiri leikmenn en Jóhann sem spila ekki alla þrjá leikina, t.d. Aron [Einar Gunnarsson]. Við sömdum við félagið hans [Al Arabi] að hann myndi spila gegn Rúmeníu og kannski gegn Danmörku.“ Stuðningurinn skiptir máli Í gær bárust fréttir af því að takmarkaður fjöldi áhorfenda mætti mæta á landsleikina í þessum mánuði. Hamrén segir það skipta miklu máli jafnvel þótt stúkan á Laugardalsvelli verði ekki þétt setin. „Ég er mjög ánægður og sömu sögu er að segja af leikmönnunum. Við vitum hversu góðir stuðningsmennirnir eru. Við sjáum núna, þegar engir áhorfendur eru á leikjum, hversu miklu máli stuðningur skiptir. Árangur liða á heimavelli er ekki jafn góður og venjulega,“ sagði Hamrén. „Ég býst við að fá góðan stuðning. Það er svo lítið sem skilur á milli í svona leikjum og stuðningsmennirnir geta ráðið úrslitum.“ Með góða tilfinningu fyrir leiknum Svíinn kveðst bjartsýnn fyrir leikinn gegn Rúmeníu sem er hans stærsti síðan hann tók við landsliðinu. „Ég er með góða tilfinningu fyrir leiknum og það er góð byrjun. Þetta er 50-50 leikur. Þeir eru sterkir og fyrir ofan okkur á heimslistanum. Allir á Íslandi gera ráð fyrir að við vinnum en allir í Rúmeníu búast við sigri sinna manna,“ sagði Hamrén. „Ég er bjartsýnn. Liðið sem mun ekki gera stór mistök og verður skilvirkara mun vinna þennan leik. Það gæti verið að Tólfan okkar skipti sköpum.“ Klippa: Viðtal við Erik Hamrén
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hikaði ekki við að velja Birki Má aftur í landsliðið Birkir Már Sævarsson hefur farið á kostum í Pepsi Max deildinni að undanförnu og fékk sæti í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Danmörku og Belgíu. 2. október 2020 14:23 Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19 Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu. 2. október 2020 12:46 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Hikaði ekki við að velja Birki Má aftur í landsliðið Birkir Már Sævarsson hefur farið á kostum í Pepsi Max deildinni að undanförnu og fékk sæti í landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Danmörku og Belgíu. 2. október 2020 14:23
Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46
Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32
Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19
Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu. 2. október 2020 12:46