Tónlist

Föstudagsplaylisti Korters í flog

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Post-hreyfing.
Post-hreyfing. korter í flog

Korter í flog er íslenskt óhljóðapönkband sem er undir áhrifum frá ýmsum straumum og stefnum, t.d. krautrokki, no wave, trappi, autotune, dómsdagsrokki og þar fram eftir götunum.

Síðasta sunnudag gaf post-dreifing út plötu þeirra hvað segiru king, en sveitin er hluti listakollektívsins og meðlimirnir virkir í starfi þess.

Áður höfðu þeir gefið út plötuna Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista) og sjónrænu plötuna flog í korter.

Að þeirra eigin sögn einkennist tónlist þeirra af mikilli óreiðu og öllum mistökum er tekið opnum örmum.

„Þessi plata er tileinkuð allri grasrótinni í Reykjavík, ekkert væri til án ykkar!“ segir Vilhjálmur Yngvi söngvari sveitarinnar um plötuna nýútkomnu. „Við hefðum aldrei getað gert þessa plötu ef það væri ekki fyrir alla vini okkar og foreldra sem styðja okkur endalaust og við erum ykkur ævinlega þakklátir og við elskum ykkur mjög mikið.“

Sveitin setti saman léttan og ljúfan tæplega 15 klukkustunda lagalista sem einkennist að miklu leyti af tónlistarstefnunum sem sveitin er undir áhrifum frá, í bland við háskerpu-bangera og furðulegheit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×