Þrautseigja er lykilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2020 08:00 Cal Brawn, betur þekktur sem Caspian. aðsend Vodafone, í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands, stendur fyrir námskeiði í CS:GO þar sem breski rafíþróttaþjálfarinn Cal Brawn, betur þekktur sem Caspian, miðlar af þekkingu sinni og reynslu. Námskeiðið, sem fer fram í gegnum netið, hefst á mánudaginn. Það er ókeypis, öllum opið og hægt er að skrá sig á það með því að smella hér. „Í þessu námskeiði verður farið yfir ólíka þætti Counter-Strike, frá því að æfa á skilvirkan hátt, leika ólík hlutverk í leiknum og skoða mismunandi kort. Í námskeiðinu verður farið yfir grunnatriðin fyrir yngri spilara,“ sagði Cal í samtali við Vísi. Námskeiðið hentar öllum „Ég fer frekar almennt í hlutina en nota mikið úr sálfræði. Þetta námskeið hentar bæði lengra komnum spilurum og byrjendum, jafnvel þeim sem hafa aldrei spilað áður. Eftir námskeiðið eiga þeir að búa yfir grunnþekkingu á leiknum.“ Cal hefur þjálfað lið víðs vegar um Evrópu, m.a. á Íslandi, um mislanga hríð. „Fyrir tveimur árum þjálfaði ég lið sem kallaðist þá War Monkeys. Ég hef þjálfað nokkuð lið á Íslandi og er núna með Dusty.“ Eldri spilarar á Íslandi Cal segir að Íslendingar hafi dregist aðeins aftur úr í rafíþróttasenunni. „Það er ólík menning á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Spilarar þar eru venjulega mjög ungir, mjög metnaðarfullir en búa yfir lítilli reynslu. Á meðan eru íslenskir spilarar mun eldri. Þeir eru í vinnu, með fjölskyldu og hafa ekki mikinn tíma til að æfa sig. Þeir þurfa því að æfa á mjög skilvirkan hátt og nýta tímann,“ sagði Cal. En hvað þurfa spilarar að gera til að ná langt í rafíþróttum? „Þrautseigja er líklega lykilorðið. Margir ungir leikmenn búa ekki yfir þeim eiginleika, að sýna þrautseigju í mótlæti og því að klífa á toppinn. Ég hef séð marga spilara koma og fara og af þeim liðum sem ég hef þjálfað eru bara einn eða tveir sem hafa farið úr því að vera efnilegir í að spila í atvinnumannaliðum,“ svaraði Cal. Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Vodafone, í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands, stendur fyrir námskeiði í CS:GO þar sem breski rafíþróttaþjálfarinn Cal Brawn, betur þekktur sem Caspian, miðlar af þekkingu sinni og reynslu. Námskeiðið, sem fer fram í gegnum netið, hefst á mánudaginn. Það er ókeypis, öllum opið og hægt er að skrá sig á það með því að smella hér. „Í þessu námskeiði verður farið yfir ólíka þætti Counter-Strike, frá því að æfa á skilvirkan hátt, leika ólík hlutverk í leiknum og skoða mismunandi kort. Í námskeiðinu verður farið yfir grunnatriðin fyrir yngri spilara,“ sagði Cal í samtali við Vísi. Námskeiðið hentar öllum „Ég fer frekar almennt í hlutina en nota mikið úr sálfræði. Þetta námskeið hentar bæði lengra komnum spilurum og byrjendum, jafnvel þeim sem hafa aldrei spilað áður. Eftir námskeiðið eiga þeir að búa yfir grunnþekkingu á leiknum.“ Cal hefur þjálfað lið víðs vegar um Evrópu, m.a. á Íslandi, um mislanga hríð. „Fyrir tveimur árum þjálfaði ég lið sem kallaðist þá War Monkeys. Ég hef þjálfað nokkuð lið á Íslandi og er núna með Dusty.“ Eldri spilarar á Íslandi Cal segir að Íslendingar hafi dregist aðeins aftur úr í rafíþróttasenunni. „Það er ólík menning á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Spilarar þar eru venjulega mjög ungir, mjög metnaðarfullir en búa yfir lítilli reynslu. Á meðan eru íslenskir spilarar mun eldri. Þeir eru í vinnu, með fjölskyldu og hafa ekki mikinn tíma til að æfa sig. Þeir þurfa því að æfa á mjög skilvirkan hátt og nýta tímann,“ sagði Cal. En hvað þurfa spilarar að gera til að ná langt í rafíþróttum? „Þrautseigja er líklega lykilorðið. Margir ungir leikmenn búa ekki yfir þeim eiginleika, að sýna þrautseigju í mótlæti og því að klífa á toppinn. Ég hef séð marga spilara koma og fara og af þeim liðum sem ég hef þjálfað eru bara einn eða tveir sem hafa farið úr því að vera efnilegir í að spila í atvinnumannaliðum,“ svaraði Cal.
Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira