„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af“ Birgir Olgeirsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2020 11:25 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Við verðum að grípa til harðari aðgerða ef við ætlum að stoppa þetta af,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 61 greindist með veiruna í gær, af þeim var einungis þriðjungur í sóttkví. Þórólfur segist ætla að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á næstu mínútum. Hann vill ekki fara nánar út í hvað felst í hertum aðgerðum og mun ekki gera það fyrr en ráðherra hefur fengið að fara yfir tillögurnar og kynna þær í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 14 og ræðir tillögurnar. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Hann sér ekki fyrir sér að breyta nándarreglunni úr einum metra í tvo metra. „Þetta er þróun sem við höfum verið að vara við. Faraldurinn hefur verið í línulegum vexti, með svipaðan fjölda á milli daga. En nú er greinilega að verða aukning. Búið að vera tvo daga í röð og það er það sem við óttumst. Faraldurinn getur verið að fara í veldisvöxt sem er eitthvað sem við viljum ekki sjá.“ Er róðurinn að þyngjast á Landspítalanum þar sem þrettán eru inniliggjandi, þrír í gjörgæslu, þar af tveir í öndunarvél. Forstjóri Landspítalans segir að álagið þar sé meira en í vor. Það helgist af því að ekki hefur verið opnað hjúkrunarheimili til að útskrifa sjúklinga af Landspítalanum og þá gangi samfélagið af sama krafti og áður. Þá hefur Þórólfur áhyggjur af smitum sem eru komin upp á hjúkrunarheimilum eins og Eir og Hrafnistu. Fjallað var um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina og viðtal við Þórólf að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira