Rúv „klárlega að skoða það“ að bjóða Daða þátttökuréttinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 11:50 Daði Freyr og Gagnamagnið slóu heldur betur í gegn meðal Eurovision aðdáenda um allan heim í aðdraganda keppninnar 2020 sem aldrei varð af. Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“ Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira