Rúv „klárlega að skoða það“ að bjóða Daða þátttökuréttinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 11:50 Daði Freyr og Gagnamagnið slóu heldur betur í gegn meðal Eurovision aðdáenda um allan heim í aðdraganda keppninnar 2020 sem aldrei varð af. Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“ Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira