Útlit fyrir að heldur fleiri hafi greinst með kórónuveiruna í gær en á laugardag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 08:37 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Alma Möller, landlæknir, sjást hér á einum af fjölmörgum upplýsingafundum ársins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að eins og tölurnar hafi litið út í gærkvöldi þá voru heldur fleiri að greinast með kórónuveiruna í gær heldur en á laugardag þegar 47 manns greindust innanlands. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðu kórónuveirufaraldursins nú þegar hertar samkomutakmarkanir hafa verið hertar og neyðarstig almannavarna verið virkjað. „Þannig að þetta heldur áfram þessi þróun sem við vorum að óttast,“ sagði Víðir en fór ekki nánar út í tölur dagsins sem koma staðfestar klukkan 11 á sama tíma og upplýsingafundur dagsins sem framvegis verður haldinn klukkan 11 í staðinn fyrir klukkan 14. Reyna að nýta reynsluna og þekkinguna sem hefur áunnist hingað til Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi með nokkrum undanþágum þó. Þannig mega 100 koma saman í leikhúsi, 50 manns mega koma saman í jarðarförum og í framhalds- og háskólum mega 30 manns koma saman. Spurður út í þennan mismun á stærð hópanna sem mega koma saman vísaði Víðir í þá reynslu og þekkingu sem við höfum öðlast í gegnum faraldurinn. „Við erum að reyna að nýta þá reynslu sem við höfum fengið í gegnum þennan faraldur og þá þekkingu sem við höfum fengið út úr smitrakningunni til þess einmitt að reyna að láta þessar aðgerðir vera eins markvissar og hægt er og láta þær virka. 30 er tala sem er þannig að þá geta allir nemendur í einum bekk í staðinn fyrir að tveir þriðju geti mætt,“ sagði Víðir. Talan í leikhúsunum sneri svo að því að enn hafi ekki sést nein smit í slíkum samkomum, leikhúsum, bíóum eða tónleikum. „Við erum að horfa á smitrakninguna út frá þessu. Þess vegna er þessi krafa að við vitum nákvæmlega hvar hver er og hvar hann situr. Þannig að við getum rakið það mjög hratt ef upp kemur smit á svona stað þannig að það eru talsverðar kvaðir í þessu. Það hefði verið langeinfaldast að segja bara tuttugu alls staðar og loka öllu og gera það en við erum að reyna eins og við getum að láta samfélagið okkar rúlla í þessum leiðinlegu og sérstöku aðstæðum, þetta er allavega staðan eins og hún er í dag.“ Ein hópsýking rakin til líkamsræktarstöðvar Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka sem og krám og börum. Spurður hvort mörg smit tengist líkamsræktarstöðvum sagði Víðir að allavega eina hópsýkingu mega rekja til tiltekinnar stöðvar. „Við erum að fara að skima alla iðkendur í þeirri stöð í dag og á morgun. Síðan erum við með nokkur tilfelli þar sem við getum ekki sagt hópsýkingar en þar sem eru smit milli þjálfara í stöð og svo stöku smit á nokkrum stöðum,“ sagði Víðir. Ýmsir hafa gagnrýnt það að aðgerðirnar gangi yfir allt landið þegar smitin eru langflest á höfuðborgarsvæðinu. Var Víðir hvort það væri ekki óþarfi að láta sömu reglur gilda í öllum landshlutum. „Við vitum það bara ekki. Þetta er þannig, eins og við höfum séð þetta vera að gerast þar sem þetta er byrjað að stinga sér niður, þá virðist þetta grassera og svo blossar þetta allt í einu upp. Rökin fyrir því að taka allt landið í einu er að þá náum við þessu vonandi niður alls staðar á sama tíma. Það væri vont að taka höfuðborgarsvæðið núna og svo kannski þegar við værum búin að ná þessu niður þar þá væri þetta farið að blossa upp fyrir norðan eða austan. Þá var niðurstaða sóttvarnalæknis að leggja það til að þetta yrði tekið allt saman í einu og ég skil auðvitað vel, eins og þennan ágæta mann sem er að reka líkamsræktarstöð á Akureyri þar sem eru örfá smit í samfélaginu þar eins og staðan lítur út núna. En það er auðvitað bara með þessa blessuðu veiru eins og við höfum margrætt, það er engin sanngirni í henni, það er enginn fyrirsjáanleiki og hún er alls ekki ásættanleg,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að eins og tölurnar hafi litið út í gærkvöldi þá voru heldur fleiri að greinast með kórónuveiruna í gær heldur en á laugardag þegar 47 manns greindust innanlands. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðu kórónuveirufaraldursins nú þegar hertar samkomutakmarkanir hafa verið hertar og neyðarstig almannavarna verið virkjað. „Þannig að þetta heldur áfram þessi þróun sem við vorum að óttast,“ sagði Víðir en fór ekki nánar út í tölur dagsins sem koma staðfestar klukkan 11 á sama tíma og upplýsingafundur dagsins sem framvegis verður haldinn klukkan 11 í staðinn fyrir klukkan 14. Reyna að nýta reynsluna og þekkinguna sem hefur áunnist hingað til Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi með nokkrum undanþágum þó. Þannig mega 100 koma saman í leikhúsi, 50 manns mega koma saman í jarðarförum og í framhalds- og háskólum mega 30 manns koma saman. Spurður út í þennan mismun á stærð hópanna sem mega koma saman vísaði Víðir í þá reynslu og þekkingu sem við höfum öðlast í gegnum faraldurinn. „Við erum að reyna að nýta þá reynslu sem við höfum fengið í gegnum þennan faraldur og þá þekkingu sem við höfum fengið út úr smitrakningunni til þess einmitt að reyna að láta þessar aðgerðir vera eins markvissar og hægt er og láta þær virka. 30 er tala sem er þannig að þá geta allir nemendur í einum bekk í staðinn fyrir að tveir þriðju geti mætt,“ sagði Víðir. Talan í leikhúsunum sneri svo að því að enn hafi ekki sést nein smit í slíkum samkomum, leikhúsum, bíóum eða tónleikum. „Við erum að horfa á smitrakninguna út frá þessu. Þess vegna er þessi krafa að við vitum nákvæmlega hvar hver er og hvar hann situr. Þannig að við getum rakið það mjög hratt ef upp kemur smit á svona stað þannig að það eru talsverðar kvaðir í þessu. Það hefði verið langeinfaldast að segja bara tuttugu alls staðar og loka öllu og gera það en við erum að reyna eins og við getum að láta samfélagið okkar rúlla í þessum leiðinlegu og sérstöku aðstæðum, þetta er allavega staðan eins og hún er í dag.“ Ein hópsýking rakin til líkamsræktarstöðvar Líkamsræktarstöðvum hefur verið gert að loka sem og krám og börum. Spurður hvort mörg smit tengist líkamsræktarstöðvum sagði Víðir að allavega eina hópsýkingu mega rekja til tiltekinnar stöðvar. „Við erum að fara að skima alla iðkendur í þeirri stöð í dag og á morgun. Síðan erum við með nokkur tilfelli þar sem við getum ekki sagt hópsýkingar en þar sem eru smit milli þjálfara í stöð og svo stöku smit á nokkrum stöðum,“ sagði Víðir. Ýmsir hafa gagnrýnt það að aðgerðirnar gangi yfir allt landið þegar smitin eru langflest á höfuðborgarsvæðinu. Var Víðir hvort það væri ekki óþarfi að láta sömu reglur gilda í öllum landshlutum. „Við vitum það bara ekki. Þetta er þannig, eins og við höfum séð þetta vera að gerast þar sem þetta er byrjað að stinga sér niður, þá virðist þetta grassera og svo blossar þetta allt í einu upp. Rökin fyrir því að taka allt landið í einu er að þá náum við þessu vonandi niður alls staðar á sama tíma. Það væri vont að taka höfuðborgarsvæðið núna og svo kannski þegar við værum búin að ná þessu niður þar þá væri þetta farið að blossa upp fyrir norðan eða austan. Þá var niðurstaða sóttvarnalæknis að leggja það til að þetta yrði tekið allt saman í einu og ég skil auðvitað vel, eins og þennan ágæta mann sem er að reka líkamsræktarstöð á Akureyri þar sem eru örfá smit í samfélaginu þar eins og staðan lítur út núna. En það er auðvitað bara með þessa blessuðu veiru eins og við höfum margrætt, það er engin sanngirni í henni, það er enginn fyrirsjáanleiki og hún er alls ekki ásættanleg,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira