Misstu af þúsundum smita vegna klúðurs í Excel Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 15:40 Smitrakningarteymi misstu mögulega af þúsundum manna sem gætu hafa verið útsett fyrir veirunni vegna mistaka í gagnavinnslu yfirvalda. Vísir/EPA Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira