Telur það koma sterklega til álita að grípa til enn harðari aðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 10:54 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira