Boðar hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 6. október 2020 11:19 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Sjá meira
Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16