Andleg líðan nokkuð góð og færri leitað sálfræðiaðstoðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2020 18:31 Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á að samstaða geti skipt sköpum. Vísir/Sigurjón Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira