GOAT felldi Exile Bjarni Bjarnason skrifar 6. október 2020 21:49 Lið GOAT mætti Exile í elleftu umferð Vodafonedeildarinnar í kvöld. Var þetta hörku skemmtileg viðureign sem heimavallarliðið GOAT sigraði að lokum. Strax frá upphafi leiks bitust liðin á um loturnar. Lið Exile tók fyrstu lotu með öflugri sókn(Terrorist) en GOAT svaraði strax með þéttri vörn(Counter-terrorist) í næstu lotu. Vel skipulagður sóknarleikur Exile manna skilaði þeim þorranum af lotunum í fyrri hálfleik. En á varnar hluta kortsins bar nýliði GOAT hann Criis (Kristján Daði Pálsson) af. Staðan í hálfleik GOAT 7 - 8 Exile. Liðsmenn GOAT juku pressuna með sóknarleik sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. Fljótt voru leikmenn GOAT þeir Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Vikki (Viktor Gabríel Magdic) orðnir vel heitir og fátt var um svör hjá Exile þegar GOAT sótti á vörnina. Exile svöruðu þó að lokum þegar GOAT voru komnir fimmtán lotur og sigurinn virtist vera í höfn. Náðu þeir að þétta vörnina og tengja saman 3 lotur. Áður en GOAT fundu glufu og nældu sér í sigur lotuna. Lokastaðan GOAT 16 - 12 Exile Vodafone-deildin Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti
Lið GOAT mætti Exile í elleftu umferð Vodafonedeildarinnar í kvöld. Var þetta hörku skemmtileg viðureign sem heimavallarliðið GOAT sigraði að lokum. Strax frá upphafi leiks bitust liðin á um loturnar. Lið Exile tók fyrstu lotu með öflugri sókn(Terrorist) en GOAT svaraði strax með þéttri vörn(Counter-terrorist) í næstu lotu. Vel skipulagður sóknarleikur Exile manna skilaði þeim þorranum af lotunum í fyrri hálfleik. En á varnar hluta kortsins bar nýliði GOAT hann Criis (Kristján Daði Pálsson) af. Staðan í hálfleik GOAT 7 - 8 Exile. Liðsmenn GOAT juku pressuna með sóknarleik sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. Fljótt voru leikmenn GOAT þeir Eiki47 (Eiríkur Jóhannsson) og Vikki (Viktor Gabríel Magdic) orðnir vel heitir og fátt var um svör hjá Exile þegar GOAT sótti á vörnina. Exile svöruðu þó að lokum þegar GOAT voru komnir fimmtán lotur og sigurinn virtist vera í höfn. Náðu þeir að þétta vörnina og tengja saman 3 lotur. Áður en GOAT fundu glufu og nældu sér í sigur lotuna. Lokastaðan GOAT 16 - 12 Exile
Vodafone-deildin Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti