Hafið holaði KR Bjarni Bjarnason skrifar 6. október 2020 22:59 Úrvalsliðin HaFiÐ og KR tókust á í kortinu Mirage fyrr í kvöld. Var þetta lokaleikur elleftu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO. HaFiÐ bar sigur úr bítum eftir hörkuspennandi viðureign. Lið KR setti hraðan takt þegar þeir hófu leikinn í sókn (terrorist). Með kröftugum sóknum sem Hafinu gekk illa að svara hirtu þeir fyrstu þrjár loturnar. Liðsmaður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) fann þó fljótt taktinn og spilaði lykilhlutverk í því að hægja á KR-ingum. Við tók gífurlega vel spilaður varnarleikur hjá Hafinu þar sem þeir sátu aftarlega á kortinu og létu KR hafa fyrir hverju einasta skrefi. Þegar KR-ingum tókst að koma sprengjunni niður snéri Hafið því sem hefðu átt að vera tapaðar lotur ítrekað við með vel fléttuðum yfirtökum. Þar ber helst að nefna eftirminnilega tíundu lotu þar HaFiÐ var einungis með þrjá leikmenn eftir á móti fullskipuð liði KR. Með frábærri spilamennsku stálu þeir lotunni af KR og börðu tennurnar úr mulningsvélinni. Staðan í hálfleik var HaFiÐ 11- 4 KR. HaFiÐ hóf seinni hálfleik á sannfærandi máta en Tony (Antonio Salvador) bar þungann af fyrstu lotunni þar sem hann átti fjórar mikilvægar fellur. Leikurinn var í höndum Hafsins þegar KR-ingar fundu óvæntan meðbyr. Liðsmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) leysti lista vel úr klemmu þar sem hann vann lotu einn á móti tveimur liðsmönnum Hafsins. Með byr í seglum tókst KR-ingum að merja sigur fjórar lotur í röð. HaFiÐ barði þó á KR-ingum og holaði þá að lokum. Liðin bitust á um hverja einustu lotu en forskot Hafsins skilaði þeim sextándu lotunni í frábærum leik. Lokastaðan HaFiÐ 16 - 11 KR KR Vodafone-deildin Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti
Úrvalsliðin HaFiÐ og KR tókust á í kortinu Mirage fyrr í kvöld. Var þetta lokaleikur elleftu umferðar í Vodafonedeildinni í CS:GO. HaFiÐ bar sigur úr bítum eftir hörkuspennandi viðureign. Lið KR setti hraðan takt þegar þeir hófu leikinn í sókn (terrorist). Með kröftugum sóknum sem Hafinu gekk illa að svara hirtu þeir fyrstu þrjár loturnar. Liðsmaður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) fann þó fljótt taktinn og spilaði lykilhlutverk í því að hægja á KR-ingum. Við tók gífurlega vel spilaður varnarleikur hjá Hafinu þar sem þeir sátu aftarlega á kortinu og létu KR hafa fyrir hverju einasta skrefi. Þegar KR-ingum tókst að koma sprengjunni niður snéri Hafið því sem hefðu átt að vera tapaðar lotur ítrekað við með vel fléttuðum yfirtökum. Þar ber helst að nefna eftirminnilega tíundu lotu þar HaFiÐ var einungis með þrjá leikmenn eftir á móti fullskipuð liði KR. Með frábærri spilamennsku stálu þeir lotunni af KR og börðu tennurnar úr mulningsvélinni. Staðan í hálfleik var HaFiÐ 11- 4 KR. HaFiÐ hóf seinni hálfleik á sannfærandi máta en Tony (Antonio Salvador) bar þungann af fyrstu lotunni þar sem hann átti fjórar mikilvægar fellur. Leikurinn var í höndum Hafsins þegar KR-ingar fundu óvæntan meðbyr. Liðsmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) leysti lista vel úr klemmu þar sem hann vann lotu einn á móti tveimur liðsmönnum Hafsins. Með byr í seglum tókst KR-ingum að merja sigur fjórar lotur í röð. HaFiÐ barði þó á KR-ingum og holaði þá að lokum. Liðin bitust á um hverja einustu lotu en forskot Hafsins skilaði þeim sextándu lotunni í frábærum leik. Lokastaðan HaFiÐ 16 - 11 KR
KR Vodafone-deildin Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti