John Daly fór holu í höggi berfættur: „Sem betur fer náði ég þessu á mynd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 10:01 John Daly hefur alltaf verið litríkur og skemmtilegur kylfingur. Getty/Steve Dykes Bandaríski kylfingurinn John Daly fór holu í höggi berfættur og það náðist á myndband sem fór á flug á netmiðlum. Kylfingurinn litríki og vinsæli John Daly er að ganga í gegnum erfið veikindi en þau koma þó ekki í veg fyrir að hann sýni snilli sína á golfvellinum. John Daly fór holu í höggi á góðgerðamóti um helgina en mótið var fjáröflun fyrir aðstandendur fallna hermenn í sérsveit bandaríska sjóhersins. John Daly var staddur á elleftu holu og kominn bæði úr skóm og sokkum þegar hann náði þessu frábæra höggi hér fyrir neðan. View this post on Instagram I witnessed @pga_johndaly make a hole-n-one today at my golf course in a charity event for fallen Navy Seals. Glad i decided to record. #johndaly #golfpro #thefederalclub #golfdigest #golfmagazine #golfchannel #thegolfchannel @golfchannel @golfdigest @golf_com A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 5, 2020 at 7:56pm PDT „Ég varð vitni að því þegar John Daly fór holu í höggi á golfvellinum mínum á góðgerðamóti fyrir fallna hermenn. Sem betur fer náði ég þessu á mynd,“ skrifaði Josh Price sem setti myndbandið inn á Instagram síðu sína. Eins og sjá má hér á myndbandinu fyrir ofan þá áttar John Daly sig ekki á því strax að kúlan hafi farið beint í holuna en fólkið í kringum hann er vel með á nótunum og fagnar mkið. John Daly er að berjast við krabbamein og hefur ekki farið vel með sig í gegnum tíðina. Hann hefur samt alltaf getað spilað golf og það með tilþrifum. Það hefur hjálpað til við að gera hann að mjög vinsælum kylfingi enda er von á öllu þegar John Daly er með golfkylfuna í hendinni. Josh Price setti myndbandið inn á Instagram síðu sína og sagðist síðan ekki trúa því hversu mikla athygli það hefur hlotið en mjög margir miðlar hafa haft samband og beðið um að fá myndbandið frá honum. Hér fyrir neðan eru þeir John Daly saman á mótinu um helgina. View this post on Instagram Hanging out with @pga_johndaly at my club today! Great weekend to benefit fallen Navy Seals. #thefederalclub #johndaly #golfpro #bonefrogopen A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 4, 2020 at 6:53pm PDT Golf Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn John Daly fór holu í höggi berfættur og það náðist á myndband sem fór á flug á netmiðlum. Kylfingurinn litríki og vinsæli John Daly er að ganga í gegnum erfið veikindi en þau koma þó ekki í veg fyrir að hann sýni snilli sína á golfvellinum. John Daly fór holu í höggi á góðgerðamóti um helgina en mótið var fjáröflun fyrir aðstandendur fallna hermenn í sérsveit bandaríska sjóhersins. John Daly var staddur á elleftu holu og kominn bæði úr skóm og sokkum þegar hann náði þessu frábæra höggi hér fyrir neðan. View this post on Instagram I witnessed @pga_johndaly make a hole-n-one today at my golf course in a charity event for fallen Navy Seals. Glad i decided to record. #johndaly #golfpro #thefederalclub #golfdigest #golfmagazine #golfchannel #thegolfchannel @golfchannel @golfdigest @golf_com A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 5, 2020 at 7:56pm PDT „Ég varð vitni að því þegar John Daly fór holu í höggi á golfvellinum mínum á góðgerðamóti fyrir fallna hermenn. Sem betur fer náði ég þessu á mynd,“ skrifaði Josh Price sem setti myndbandið inn á Instagram síðu sína. Eins og sjá má hér á myndbandinu fyrir ofan þá áttar John Daly sig ekki á því strax að kúlan hafi farið beint í holuna en fólkið í kringum hann er vel með á nótunum og fagnar mkið. John Daly er að berjast við krabbamein og hefur ekki farið vel með sig í gegnum tíðina. Hann hefur samt alltaf getað spilað golf og það með tilþrifum. Það hefur hjálpað til við að gera hann að mjög vinsælum kylfingi enda er von á öllu þegar John Daly er með golfkylfuna í hendinni. Josh Price setti myndbandið inn á Instagram síðu sína og sagðist síðan ekki trúa því hversu mikla athygli það hefur hlotið en mjög margir miðlar hafa haft samband og beðið um að fá myndbandið frá honum. Hér fyrir neðan eru þeir John Daly saman á mótinu um helgina. View this post on Instagram Hanging out with @pga_johndaly at my club today! Great weekend to benefit fallen Navy Seals. #thefederalclub #johndaly #golfpro #bonefrogopen A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 4, 2020 at 6:53pm PDT
Golf Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira