Klara gefur út eigin tónlist: „Endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2020 09:16 Söngkonan Klara Elias gaf í dag út lagið Paralyzed. Lagið er af plötu sem hún gefur út í byrjun næsta árs. Michael Clifford Söngkonan Klara Elíasdóttir gaf út nýtt lag í dag. Lagið Paralyzed gefur hún út undir nafninu Klara Elias og er myndbandið við lagið væntanlegt í kvöld. Þetta er fyrsta sólólag söngkonunnar og er plata væntanleg frá henni á næstu mánuðum. „Lagið samdi ég ásamt Ölmu Guðmundsdóttur og James “Gladius” Wong. Hann sá einnig um að útsetja. Lagið er mér mjög dýrmætt því að það fjallar um flókið samband sem ég kannski áttaði mig ekki á hvað var að hafa slæm áhrif á mig fyrr en þetta lag kom saman. Ég endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband svo það kom eitthvað gott úr því allavega,“ segir Klara í samtali við Vísi. Myndbandið kemur út á miðnætti og var það tekið upp í Bandaríkjunum þar sem tónlistarkonan hefur búið síðustu tíu ár. Setti allt í samhengi „Myndbandið og myndirnar fyrir plötuna tók ljósmyndarinn Michael Clifford í eyðimörkinni fyrir utan Los Angeles. Ég sá um eftirvinnslu sjálf ásamt mjög hæfileikaríkum klippara og hugsaði myndbandið upprunalega sem textamyndband. Mér fannst það svo skemmtilegt þegar það var tilbúið að ég ákvað að gefa það út sem „official“ myndband.“ „Ég er búin að vinna nær eingöngu í að semja fyrir aðra og tók mér pásu frá því að syngja sjálf fyrir nokkrum árum. Ég var búin að vera á milljón síðan ég var 18 ára gömul og syngja og koma fram og ég þurfti á því að halda að gefa því smá hlé,“ útskýrir Klara, en hún varð þekkt hér á landi fyrir hljómsveitina NYLON. Síðustu ár hefur hún búið í Bandaríkjunum og starfað við lagasmíðar og tónlist. „Ég hélt að ég myndi aldrei vilja eða þurfa syngja aftur og að lagasmíðar og að syngja demó, það er að syngja lögin sem eru samin áður en tónlistarmaðurinn fær þau, væri nóg. Svo kom Covid. Allt í einu var eins og heimurinn væri að hrynja og ég vissi ekkert hvort ég kæmist heim eða hvort það væru flug til Íslands aftur eða hvað. Og það einfaldaði hlutina líka mjög. Setti allt í samhengi. Eina sem ég vildi var að faðma fjölskylduna mína og syngja aftur. Svo það er nákvæmlega það sem ég er að gera.“ Lagið Paralyzed má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Elias - Paralized Á topplistum í Asíu Klara segir að önnur smáskífa komi út í næsta mánuði en platan hennar kemur svo út í byrjun næsta árs. „Ég er að leggja lokahönd á lögin núna og ég get ekki beðið eftir að hún komi út.“ Fyrr á árinu sögðum við frá því hér á Vísi að lag eftir þær Klöru og Ölmu væri komið á topplistana í Asíu í flutningi vinsællar poppstjörnu, Baekhyun. Klara hefur verið að syngja síðan hún var lítil stúlka en þetta er hennar fyrsta sólóplata.STEFANIE MOSER_ „Lagið var búið að vera næstum því gefið út mörgum sinnum af frekar vinsælum tónlistarmönnum áður en það rataði inn á borð hjá plötufyrirtæki Baekhyun. Kóreisk fyrirtæki sækja nú orðið mjög mikið af tónlist til Los Angeles og frá lagahöfunum þar. Þó að við hefðum alltaf haft mikla trú á þessu lagi þá var það auðvitað alveg sturlað hvað þetta gekk allt svo vel. Það er annað lag sem ég samdi að koma út fyrir jól með öðrum stórum kóreskum tónlistarmanni, Taemin, sem ég er mjög spennt fyrir,“ segir Klara um það ævintýri. Þakklát fyrir vináttuna Klara og Alma hafa báðar verið búsettar í Los Angeles í mörg ár og vinna mjög mikið saman þó að Nylon ævintýrinu sé lokið. „Við elskum að vinna saman og gerum það eins mikið og við getum. Við höfum unnið saman náið í yfir 16 ár, eða síðan við vorum bara 18 og 19 ára gamlar og okkur var hent út í djúpu laugina þegar Nylon var stofnað. Við höfum gengið saman í gegnum allt stórt og smátt í okkar lífi, síðan þá. Meira að segja eftir að Steinunn flutti heim fyrir fjórum árum tölum við þrjár enn saman oft á dag. Ég er ólýsanlega þakklát fyrir þær og okkar vináttu.“ Klara segir að Covid hafi sett hlutina í samhengi.Michael Clifford Klara segir að það sé ekki gott að búa í Los Angeles í augnablikinu. „Los Angeles er í sérstaklega slæmu ástandi eins og í raun alls staðar annarsstaðar í Bandaríkjunum. Það lá allt í lamasessi frá því í Mars og það var óhugnanlegt að sjá tölurnar rjúka upp og svo var allt meira og minna alveg lokað. Þar að auki í ofanálag við alvarlegar óeirðir og mótmæli, geisa þar hræðilegir eldar sem menga loftið sem ekki var gott fyrir. Allir bestu hlutirnir við borgina eru bara ekki í boði núna. Ég vona bara að það verði gripið til hertari aðgerða svo að borgin komi aftur til sjálfrar sín fyrr.“ Faraldurinn hefur sett hlutina í samhengi fyrir Klöru. „Það að upplifa sig fasta á hinum endanum á hnettinum og vita ekki hvenær eða hvort þú kemst heim er óhugnanleg tilfinning. Í miðjunni á þessum hörmungum áttaði ég mig virkilega á því hvað skiptir mig máli og hvað drífur mig áfram í lífinu. Svo ég ákvað að koma heim, halda utan um fólkið mitt og gera það sem ég hef elskað að gera síðan ég var lítil stelpa, syngja og búa til tónlist.“ Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lag Ölmu og Klöru á plötu eins vinsælasta tónlistarmanns heims Suður-Kóreu maðurinn Baekhyun er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu og jafnvel í heiminum. 23. júlí 2020 10:00 Klara Elías með fallega Presley ábreiðu Söngkonan og lagahöfundurinn Klara Elías birti á samfélagsmiðlum fallega ábreiðu af Elvis Presley laginu . Lagið er í miklu uppáhaldi hjá Klöru, sem býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndband Klöru má finna í spilaranum hér fyrir neðan. 14. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Söngkonan Klara Elíasdóttir gaf út nýtt lag í dag. Lagið Paralyzed gefur hún út undir nafninu Klara Elias og er myndbandið við lagið væntanlegt í kvöld. Þetta er fyrsta sólólag söngkonunnar og er plata væntanleg frá henni á næstu mánuðum. „Lagið samdi ég ásamt Ölmu Guðmundsdóttur og James “Gladius” Wong. Hann sá einnig um að útsetja. Lagið er mér mjög dýrmætt því að það fjallar um flókið samband sem ég kannski áttaði mig ekki á hvað var að hafa slæm áhrif á mig fyrr en þetta lag kom saman. Ég endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband svo það kom eitthvað gott úr því allavega,“ segir Klara í samtali við Vísi. Myndbandið kemur út á miðnætti og var það tekið upp í Bandaríkjunum þar sem tónlistarkonan hefur búið síðustu tíu ár. Setti allt í samhengi „Myndbandið og myndirnar fyrir plötuna tók ljósmyndarinn Michael Clifford í eyðimörkinni fyrir utan Los Angeles. Ég sá um eftirvinnslu sjálf ásamt mjög hæfileikaríkum klippara og hugsaði myndbandið upprunalega sem textamyndband. Mér fannst það svo skemmtilegt þegar það var tilbúið að ég ákvað að gefa það út sem „official“ myndband.“ „Ég er búin að vinna nær eingöngu í að semja fyrir aðra og tók mér pásu frá því að syngja sjálf fyrir nokkrum árum. Ég var búin að vera á milljón síðan ég var 18 ára gömul og syngja og koma fram og ég þurfti á því að halda að gefa því smá hlé,“ útskýrir Klara, en hún varð þekkt hér á landi fyrir hljómsveitina NYLON. Síðustu ár hefur hún búið í Bandaríkjunum og starfað við lagasmíðar og tónlist. „Ég hélt að ég myndi aldrei vilja eða þurfa syngja aftur og að lagasmíðar og að syngja demó, það er að syngja lögin sem eru samin áður en tónlistarmaðurinn fær þau, væri nóg. Svo kom Covid. Allt í einu var eins og heimurinn væri að hrynja og ég vissi ekkert hvort ég kæmist heim eða hvort það væru flug til Íslands aftur eða hvað. Og það einfaldaði hlutina líka mjög. Setti allt í samhengi. Eina sem ég vildi var að faðma fjölskylduna mína og syngja aftur. Svo það er nákvæmlega það sem ég er að gera.“ Lagið Paralyzed má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Elias - Paralized Á topplistum í Asíu Klara segir að önnur smáskífa komi út í næsta mánuði en platan hennar kemur svo út í byrjun næsta árs. „Ég er að leggja lokahönd á lögin núna og ég get ekki beðið eftir að hún komi út.“ Fyrr á árinu sögðum við frá því hér á Vísi að lag eftir þær Klöru og Ölmu væri komið á topplistana í Asíu í flutningi vinsællar poppstjörnu, Baekhyun. Klara hefur verið að syngja síðan hún var lítil stúlka en þetta er hennar fyrsta sólóplata.STEFANIE MOSER_ „Lagið var búið að vera næstum því gefið út mörgum sinnum af frekar vinsælum tónlistarmönnum áður en það rataði inn á borð hjá plötufyrirtæki Baekhyun. Kóreisk fyrirtæki sækja nú orðið mjög mikið af tónlist til Los Angeles og frá lagahöfunum þar. Þó að við hefðum alltaf haft mikla trú á þessu lagi þá var það auðvitað alveg sturlað hvað þetta gekk allt svo vel. Það er annað lag sem ég samdi að koma út fyrir jól með öðrum stórum kóreskum tónlistarmanni, Taemin, sem ég er mjög spennt fyrir,“ segir Klara um það ævintýri. Þakklát fyrir vináttuna Klara og Alma hafa báðar verið búsettar í Los Angeles í mörg ár og vinna mjög mikið saman þó að Nylon ævintýrinu sé lokið. „Við elskum að vinna saman og gerum það eins mikið og við getum. Við höfum unnið saman náið í yfir 16 ár, eða síðan við vorum bara 18 og 19 ára gamlar og okkur var hent út í djúpu laugina þegar Nylon var stofnað. Við höfum gengið saman í gegnum allt stórt og smátt í okkar lífi, síðan þá. Meira að segja eftir að Steinunn flutti heim fyrir fjórum árum tölum við þrjár enn saman oft á dag. Ég er ólýsanlega þakklát fyrir þær og okkar vináttu.“ Klara segir að Covid hafi sett hlutina í samhengi.Michael Clifford Klara segir að það sé ekki gott að búa í Los Angeles í augnablikinu. „Los Angeles er í sérstaklega slæmu ástandi eins og í raun alls staðar annarsstaðar í Bandaríkjunum. Það lá allt í lamasessi frá því í Mars og það var óhugnanlegt að sjá tölurnar rjúka upp og svo var allt meira og minna alveg lokað. Þar að auki í ofanálag við alvarlegar óeirðir og mótmæli, geisa þar hræðilegir eldar sem menga loftið sem ekki var gott fyrir. Allir bestu hlutirnir við borgina eru bara ekki í boði núna. Ég vona bara að það verði gripið til hertari aðgerða svo að borgin komi aftur til sjálfrar sín fyrr.“ Faraldurinn hefur sett hlutina í samhengi fyrir Klöru. „Það að upplifa sig fasta á hinum endanum á hnettinum og vita ekki hvenær eða hvort þú kemst heim er óhugnanleg tilfinning. Í miðjunni á þessum hörmungum áttaði ég mig virkilega á því hvað skiptir mig máli og hvað drífur mig áfram í lífinu. Svo ég ákvað að koma heim, halda utan um fólkið mitt og gera það sem ég hef elskað að gera síðan ég var lítil stelpa, syngja og búa til tónlist.“
Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lag Ölmu og Klöru á plötu eins vinsælasta tónlistarmanns heims Suður-Kóreu maðurinn Baekhyun er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu og jafnvel í heiminum. 23. júlí 2020 10:00 Klara Elías með fallega Presley ábreiðu Söngkonan og lagahöfundurinn Klara Elías birti á samfélagsmiðlum fallega ábreiðu af Elvis Presley laginu . Lagið er í miklu uppáhaldi hjá Klöru, sem býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndband Klöru má finna í spilaranum hér fyrir neðan. 14. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lag Ölmu og Klöru á plötu eins vinsælasta tónlistarmanns heims Suður-Kóreu maðurinn Baekhyun er einn vinsælasti tónlistamaðurinn í Asíu og jafnvel í heiminum. 23. júlí 2020 10:00
Klara Elías með fallega Presley ábreiðu Söngkonan og lagahöfundurinn Klara Elías birti á samfélagsmiðlum fallega ábreiðu af Elvis Presley laginu . Lagið er í miklu uppáhaldi hjá Klöru, sem býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndband Klöru má finna í spilaranum hér fyrir neðan. 14. ágúst 2020 13:00