Danska YouTube-stjarnan Chili Klaus er algjör sérfræðingur í eldheitum chillí.
Hann fær reglulega til sín þekkta danska einstaklinga til að bragða á sterkum chillí.
Á dögunum mætti uppistandarinn Heino Hansen og bragðaði hann á chillípipar sem kallast á ensku Death Spiral.
Það fór heldur betur ekki vel en þeir tveir hittust á fallegum stað í Kaupmannahöfn.
Hansen er ekki mikið fyrir sterkan mat og því varð myndbandið nokkuð skrautlegt.