Frekari hlýnun líkleg til að valda stórfelldum breytingum á fiskveiðum við Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 20:30 Erfiðara er að merkja áhrif hnattrænnar hlýnunar í hafinu við Ísland en víða annars staðar vegna síbreytilegra skilyrða hér við land. Vísindamennirnir fundu engu að síður samband á milli hlýnunar sjávar og tilfærslu á útbreiðslu dýrategunda í sjónum. Vísir/Vilhelm Hlýni sjórinn í kringum Ísland um tvær til þrjár gráður ylli það líklega stórfelldum breytingum á útbreiðslu fiska og fiskveiðum á Íslandi. Útbreiðsla um helmings fisktegunda á Íslandsmiðum hefur breyst með hlýnun sjávar síðasta tæpa aldarfjórðunginn. Höf jarðar hafa tekið við um 90% þess umframvarma sem vaxandi gróðurhúsaáhrif af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hefur valdið. Hlýnun sjávar er talin reka ýmsar dýrategundir sem eru viðkvæmar fyrir hitastigsbreytingum í átt að pólum jarðar. Ísland fer ekki varhluta af þessum breytingum á loftslagi og umhverfi jarðar. Skilyrði í hafinu hér eru þó sveiflukenndari en víða annars staðar af land- og haffræðilegum ástæðum auk þess sem hér má finna mikinn fjölda sjávardýrategunda. Því hefur reynst erfitt að kortleggja breytingar vegna hlýnunar á þær sérstaklega Í nýrri rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun sem birtist í vísindaritinu Scientific Reports var reynt að leita svara við hvort hægt væri að nema breytingar á lífríki sjávar vegna hlýnunar í gegnum sveiflurnar. Þau Steven Campana og Ragnhildur B. Stefánsdóttir frá Háskóla Íslands og Klara Jakobsdóttir og Jón Sólmundsson frá Hafrannsóknastofnun skoðuðu 82 tegundir sem eru reglulega við Ísland, þar á meðal nytjastofna eins og þorsk og ýsu, og notuðu til þess gögn úr tæplega 5.400 togstöðvum í stofnmælingum Hafró frá 1996 til 2018. Vægari tengsl tilfærslu og hlýnunar en annars staðar Klara segir við Vísi að almenn hlýnun hafi orðið við sjávarbotninn undanfarna tvo áratugi en hún sé afskaplega misjöfn í kringum landið og eftir dýpi. Í ljós hafi komið samband á milli tilfærslu tegunda við breytingu á hitastigi. Útbreiðsla um helmings tegundanna sem þau skoðuðu færðist til við hlýnun upp á 1°C á tímabilinu. Að meðaltali var tilfærslan 38 kílómetrar en mest mældist hún 328 kílómetrar. Rannsóknin bendir til þess að hlýnun um aðeins eina gráðu geti fært til heimasvæði 7% tegunda um meira en hundrað kílómetra. Langflestar tegundirnar sýndu tilfærslu til vesturs, norðvesturs eða norðurs í kaldari sjó. Breytingarnar voru mest áberandi hjá tegundum á grunnslóð og sérstaklega hlýsjávartegundum og þeim sem lifa við þröngt hitastigsbil á Íslandsmiðum. Vísindamennirnir telja að þó að líklegt sé að hitastig sjávar haldi áfram að hækka næstu árin og áratugina gætu áhrifin á Íslandsmið verið hægari, breytilegri og ófyrirsjáanlegri en annars staðar vegna landfræðilegrar legu Íslands og síbreytilegra haffræðilegra skilyrða. „Við fáum kalda sjávarstrauma að norðan og svo gengur hlýr sjór upp með landinu fyrir sunnan og suðvestan. Þetta mætist fyrir norðvestan landið og suðaustan. Þetta skapar skil og straumamætingar geta færst mikið til. Auk þess er landgrunnið okkar frekar lítið þannig að það er meira samspil við það sem gerist á dýpri slóðum en á landgrunni við Barentshaf,“ segir hún um þá þætti sem gera skilyrði við strendur Íslands óútreiknanlegri en annars staðar. Þannig bendir Klara á að samband á milli tilfærslu tegunda og hlýnunar hér sé vægari en hefur til dæmis komið fram í sambærilegum rannsóknum í Barentshafi og víðar. „Við sjáum í raun og veru mjög væga tilfærslu með tilliti til hlýnunar. Þegar við fáum þau ár sem kólnar gengur tilfærsla til baka. Þetta er mjög kvikt kerfi hjá okkur ennþá,“ segir Klara. Klara Björg Jakobsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og einn höfunda greinar um rannsóknina.Hafrannsóknastofnun Veiðar gætu hliðrast til en áfram innan íslenskrar lögsögu Hvað varðar áframhaldandi hlýnun sem útlit er fyrir segir Klara að útbreiðsla tegunda gæti hliðrast enn frekar. „Ef hlýnun heldur áfram spáum við að hjá einhverjum hluta tegunda geti orðið einhver tilfærsla,“ segir hún. Þar á meðal eru nytjategundir eins og þorskur. Klara bendir þó á að Ísland sé með víðfeðmt hafsvæði. Jafnvel þó að mikilvægir nytjastofnar færðust nokkuð til norðvesturs féllu þeir áfram undir íslenskt hafsvæði. „Þó að meginþungi fiskveiða færðist um einhvera tugi kílómetra norður eða norðvestur á bóginn tel ég það ekki munu hafa áhrif fyrir okkur í náinni framtíð,“ segir hún Loftslagsmál Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Hlýni sjórinn í kringum Ísland um tvær til þrjár gráður ylli það líklega stórfelldum breytingum á útbreiðslu fiska og fiskveiðum á Íslandi. Útbreiðsla um helmings fisktegunda á Íslandsmiðum hefur breyst með hlýnun sjávar síðasta tæpa aldarfjórðunginn. Höf jarðar hafa tekið við um 90% þess umframvarma sem vaxandi gróðurhúsaáhrif af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum hefur valdið. Hlýnun sjávar er talin reka ýmsar dýrategundir sem eru viðkvæmar fyrir hitastigsbreytingum í átt að pólum jarðar. Ísland fer ekki varhluta af þessum breytingum á loftslagi og umhverfi jarðar. Skilyrði í hafinu hér eru þó sveiflukenndari en víða annars staðar af land- og haffræðilegum ástæðum auk þess sem hér má finna mikinn fjölda sjávardýrategunda. Því hefur reynst erfitt að kortleggja breytingar vegna hlýnunar á þær sérstaklega Í nýrri rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun sem birtist í vísindaritinu Scientific Reports var reynt að leita svara við hvort hægt væri að nema breytingar á lífríki sjávar vegna hlýnunar í gegnum sveiflurnar. Þau Steven Campana og Ragnhildur B. Stefánsdóttir frá Háskóla Íslands og Klara Jakobsdóttir og Jón Sólmundsson frá Hafrannsóknastofnun skoðuðu 82 tegundir sem eru reglulega við Ísland, þar á meðal nytjastofna eins og þorsk og ýsu, og notuðu til þess gögn úr tæplega 5.400 togstöðvum í stofnmælingum Hafró frá 1996 til 2018. Vægari tengsl tilfærslu og hlýnunar en annars staðar Klara segir við Vísi að almenn hlýnun hafi orðið við sjávarbotninn undanfarna tvo áratugi en hún sé afskaplega misjöfn í kringum landið og eftir dýpi. Í ljós hafi komið samband á milli tilfærslu tegunda við breytingu á hitastigi. Útbreiðsla um helmings tegundanna sem þau skoðuðu færðist til við hlýnun upp á 1°C á tímabilinu. Að meðaltali var tilfærslan 38 kílómetrar en mest mældist hún 328 kílómetrar. Rannsóknin bendir til þess að hlýnun um aðeins eina gráðu geti fært til heimasvæði 7% tegunda um meira en hundrað kílómetra. Langflestar tegundirnar sýndu tilfærslu til vesturs, norðvesturs eða norðurs í kaldari sjó. Breytingarnar voru mest áberandi hjá tegundum á grunnslóð og sérstaklega hlýsjávartegundum og þeim sem lifa við þröngt hitastigsbil á Íslandsmiðum. Vísindamennirnir telja að þó að líklegt sé að hitastig sjávar haldi áfram að hækka næstu árin og áratugina gætu áhrifin á Íslandsmið verið hægari, breytilegri og ófyrirsjáanlegri en annars staðar vegna landfræðilegrar legu Íslands og síbreytilegra haffræðilegra skilyrða. „Við fáum kalda sjávarstrauma að norðan og svo gengur hlýr sjór upp með landinu fyrir sunnan og suðvestan. Þetta mætist fyrir norðvestan landið og suðaustan. Þetta skapar skil og straumamætingar geta færst mikið til. Auk þess er landgrunnið okkar frekar lítið þannig að það er meira samspil við það sem gerist á dýpri slóðum en á landgrunni við Barentshaf,“ segir hún um þá þætti sem gera skilyrði við strendur Íslands óútreiknanlegri en annars staðar. Þannig bendir Klara á að samband á milli tilfærslu tegunda og hlýnunar hér sé vægari en hefur til dæmis komið fram í sambærilegum rannsóknum í Barentshafi og víðar. „Við sjáum í raun og veru mjög væga tilfærslu með tilliti til hlýnunar. Þegar við fáum þau ár sem kólnar gengur tilfærsla til baka. Þetta er mjög kvikt kerfi hjá okkur ennþá,“ segir Klara. Klara Björg Jakobsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og einn höfunda greinar um rannsóknina.Hafrannsóknastofnun Veiðar gætu hliðrast til en áfram innan íslenskrar lögsögu Hvað varðar áframhaldandi hlýnun sem útlit er fyrir segir Klara að útbreiðsla tegunda gæti hliðrast enn frekar. „Ef hlýnun heldur áfram spáum við að hjá einhverjum hluta tegunda geti orðið einhver tilfærsla,“ segir hún. Þar á meðal eru nytjategundir eins og þorskur. Klara bendir þó á að Ísland sé með víðfeðmt hafsvæði. Jafnvel þó að mikilvægir nytjastofnar færðust nokkuð til norðvesturs féllu þeir áfram undir íslenskt hafsvæði. „Þó að meginþungi fiskveiða færðist um einhvera tugi kílómetra norður eða norðvestur á bóginn tel ég það ekki munu hafa áhrif fyrir okkur í náinni framtíð,“ segir hún
Loftslagsmál Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira