Zúistum fækkaði um fimmtung Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 16:55 Samkvæmt tölum Þjóðskrár eru nú rétt rúmlega þúsund manns skráðir í Zuism. Þegar mest lét var á fjórða þúsund manns í félaginu sem hafði þó að því er virðist enga starfsemi. Vísir/Hanna Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur. Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur.
Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20
Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00
Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00
Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15