Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. október 2020 18:45 Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43
Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48