Erlent

Fimm milljónir smitast í Brasilíu

Atli Ísleifsson skrifar
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, hefur verið sakaður um að gera lítið úr faraldrinum.
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, hefur verið sakaður um að gera lítið úr faraldrinum. Getty

Fjöldi þeirra sem smitast hefur af kórónuveirunni í Brasilíu hefur nú náð fimm milljónum og lætur nærri að 150 þúsund manns hafi látist af þeim völdum, að því er yfirvöld segja.

Um þrjátíu þúsund manns smitast nú að jafnaði á hverjum degi en hvergi hafa fleiri smitast, að Bandaríkjunum og Indlandi undanskildum.

Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, hefur verið sakaður um að gera lítið úr faraldrinum og að hafa ráð sérfræðinga um smitvarnir að engu.

Bolsonaro segir á móti að mikilvægara sé að hlúa að efnahag landsins frekar en að stöðva hjól atvinnulífsins með hörðum sóttvarnaraðgerðum.

Ástandið hefur verið einna verst í stórborginni São Paulo. Þar sem um 36 þúsund manns hafa látist, en í Rio de Janeiro er fjöldinn um 19 þúsund.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×