Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 12:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Sigurjón Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Honum þykir það jafnframt ótrúlegt að læknar skuli halda því fram að best sé að láta veiruna yfir sig ganga. Þetta kom fram í svari Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag við spurningu frá Birna Inga Hrafnssyni, ritstjóra Viljans, um hjarðónæmi. Björn Ingi sagði lækna hafa komið fram og sagt að ekki væri hægt að eiga við veiruna öðruvísi en með einhvers konar hjarðónæmisleið. Fleiri læknar á alþjóðavettvangi héldu því svo fram að samfélög væru að bregðast of harkalega við veirunni. Þórólfur sagði hjarðónæmi þýða að 60 til 70 prósent af þjóðinni þyrftu að sýkjast. Þarf ekki öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast „Svíar, sem allir eru að vitna til núna og margir eru farnir að líta hýru auga til, að sennilega hefur einungis um 10 prósent á verstu svæðunum fengið sýkinguna þannig að þeir eru líka langt frá hjarðónæmi. Enda er sýkingin í uppsiglingu líka á þessum svæðum þar. Þannig að það að láta þetta ganga yfir sig, það þarf ekkert öflugt ímyndunarafl til að sjá hvað myndi gerast,“ sagði Þórólfur. Hann benti á að kannski eitt til tvö prósent af íslensku þjóðinni hefðu smitast af kórónuveirunni. Samt væri gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfið, til dæmis þessa dagana en tæplega 300 manns hafa greinst með veiruna innanlands síðustu þrjá daga. „Það þarf ekkert mikið ímyndunarafl til að ímynda sér, hvað ef við fengjum fjórum, fimm sinnum meiri faraldur hér. Ef við værum með 300, 400, 500 tilfelli á dag. Eða eins og Thor Aspelund sýndi í þessu líkani frá Finnum ef við gerðum lítið og létum þetta yfir okkur ganga þá færum við upp í allt að 2.000 tilfelli á dag. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað þá myndi gerast. Við myndum gjörsamlega yfirkeyra heilbrigðiskerfið og við myndum fá alveg hræðilega útkomu. Það er nokkuð augljóst í mínum huga, þannig að það að láta þetta ganga og að læknar skuli halda þessu fram, mér finnst það ótrúlegt,“ sagði Þórólfur. Enginn góður kostur í stöðunni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tók í svipaðan streng og sagði að fólk yrði að gera sér grein fyrir því að það væri enginn góður kostur í stöðunni. Góði kosturinn væri sá að það væri engin veira og allir héldu áfram sínu lífi. Því værum við nú, eins og svo oft áður í viðbrögðum við veikindum, í erfiðri stöðu. „Og það verður að velja skásta kostinn. Og sá langskásti er að reyna að takmarka sem mest sýkingar og veikindi,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira