Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 15:30 Það gekk ekkert upp hjá Paul Pogba og félögum í Manchester United í síðasta deildarleik á móti Tottenham en sá leikur tapaðist 6-1 á Old Trafford. EPA-EFE/Alex Livesey Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Hann ætlar samt að gera allt sem hann getur til að koma United liðinu þangað sem það á að vera. Pogaa er 27 ára gamall og hefur reglulega verið orðaður við félög sunnar í Evrópu. Manchester United keypti hann á 89 milljónir punda árið 2016 en samningur hans rennur út næsta sumar. Manchester United hefur þó möguleika á því að framlengja hann um eitt ár til 2022. Paul Pogba segist ekki hafa rætt við Manchester United um nýjan samning. „Enginn hefur sagt mér neitt. Ég hef ekki rætt við Ed Woodward. Við höfum ekki rætt nýjan samning,“ sagði Paul Pogba á blaðamannafundi hjá franska landsliðinu en breska ríkisútvarpið segir frá. "All football players would love to play for Real Madrid."Paul Pogba insisted that he's focusing on improving Man Utd but says it would be a "dream" to play for the Real Madrid. https://t.co/MKZYGv1KxU#bbcfootball pic.twitter.com/duXMU1AnEB— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2020 „Eins og staðan er núna þá er ég í Manchester og er að einbeita mér að því að komast í mitt besta form. Ég held samt að það komi sá tími að félagið muni koma til mín, tala við mig og kannski bjóða mér eitthvað,“ sagði Pogba. Paul Pogba hefur verið orðaður mikið við Real Madrid og leikmaðurinn var spurður út í þann möguleika. „Allir fótboltamenn myndu elska það að spila fyrir Real Madrid. Það er minn draumur og af hverju ekki einhvern daginn,“ sagði Pogba. „Ég er í Manchester og elska mitt félag. Ég er að spila í Manchester, hef gaman af því og ég vil gera til allt til þess að koma félaginu þangað sem það á skilið að vera. Ég mun gefa allt mitt í það eins og liðsfélagar mínir,“ sagði Paul Pogba. Paul Pogba og félagar í Manchester United eru aðeins með einn sigur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og töpuðu 6-1 á móti Tottenham í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé. Pogba hefur byrjað alla þessa leiki. Hann fékk kórónuveiruna í ágúst en var búinn að ná sér þegar tímabilið hófst. Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Hann ætlar samt að gera allt sem hann getur til að koma United liðinu þangað sem það á að vera. Pogaa er 27 ára gamall og hefur reglulega verið orðaður við félög sunnar í Evrópu. Manchester United keypti hann á 89 milljónir punda árið 2016 en samningur hans rennur út næsta sumar. Manchester United hefur þó möguleika á því að framlengja hann um eitt ár til 2022. Paul Pogba segist ekki hafa rætt við Manchester United um nýjan samning. „Enginn hefur sagt mér neitt. Ég hef ekki rætt við Ed Woodward. Við höfum ekki rætt nýjan samning,“ sagði Paul Pogba á blaðamannafundi hjá franska landsliðinu en breska ríkisútvarpið segir frá. "All football players would love to play for Real Madrid."Paul Pogba insisted that he's focusing on improving Man Utd but says it would be a "dream" to play for the Real Madrid. https://t.co/MKZYGv1KxU#bbcfootball pic.twitter.com/duXMU1AnEB— BBC Sport (@BBCSport) October 9, 2020 „Eins og staðan er núna þá er ég í Manchester og er að einbeita mér að því að komast í mitt besta form. Ég held samt að það komi sá tími að félagið muni koma til mín, tala við mig og kannski bjóða mér eitthvað,“ sagði Pogba. Paul Pogba hefur verið orðaður mikið við Real Madrid og leikmaðurinn var spurður út í þann möguleika. „Allir fótboltamenn myndu elska það að spila fyrir Real Madrid. Það er minn draumur og af hverju ekki einhvern daginn,“ sagði Pogba. „Ég er í Manchester og elska mitt félag. Ég er að spila í Manchester, hef gaman af því og ég vil gera til allt til þess að koma félaginu þangað sem það á skilið að vera. Ég mun gefa allt mitt í það eins og liðsfélagar mínir,“ sagði Paul Pogba. Paul Pogba og félagar í Manchester United eru aðeins með einn sigur í fyrstu þremur leikjum tímabilsins og töpuðu 6-1 á móti Tottenham í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé. Pogba hefur byrjað alla þessa leiki. Hann fékk kórónuveiruna í ágúst en var búinn að ná sér þegar tímabilið hófst.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira