Fundað um hvort leika ætti golf Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 09:53 Fundað er um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. vísir/getty Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem mælst var til þess að hlé yrði gert á öllum æfingum og keppni í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu til og með 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Það skal gert til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Hins vegar er ekki ljóst hvort eða að hve miklu leyti tilmælin eiga við varðandi það hvort fólk geti stundað golf á höfuðborgarsvæðinu. Kylfingur.is sagði í frétt í gærkvöld að loka ætti golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu en Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, segir það hafa verið frumhlaup hjá vefmiðlinum. GSÍ hefði undirbúið aðgerðir ef niðurstaða fundarins í dag yrði sú að loka ætti golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, en ekkert væri ákveðið. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem mælst var til þess að hlé yrði gert á öllum æfingum og keppni í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu til og með 19. október, í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Það skal gert til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Hins vegar er ekki ljóst hvort eða að hve miklu leyti tilmælin eiga við varðandi það hvort fólk geti stundað golf á höfuðborgarsvæðinu. Kylfingur.is sagði í frétt í gærkvöld að loka ætti golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu en Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, segir það hafa verið frumhlaup hjá vefmiðlinum. GSÍ hefði undirbúið aðgerðir ef niðurstaða fundarins í dag yrði sú að loka ætti golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, en ekkert væri ákveðið.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05