Golf

Tólf undir pari eftir fyrsta hringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brittany Lincicome lék vel á fyrsta hring KPMG Women's PGA Championship í gær.
Brittany Lincicome lék vel á fyrsta hring KPMG Women's PGA Championship í gær. getty/Patrick Smith

Mikil spenna er eftir fyrsta hringinn á KPMG Women's PGA Championship, þriðja risamóti ársins í kvennaflokki. Leikið er á Aronimink Golf Club í Pennsylvaníu.

Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum og Kelly Tan frá Malasíu eru efstar og jafnar á þremur höggum undir pari. 

Sex kylfingar eru svo jafnir í 2. sæti á tveimur höggum undir pari. Meðal þeirra er Danielle Kang sem vann mótið fyrir þremur árum og er í 3. sæti heimslistans.

Alls léku tólf kylfingar undir pari á fyrsta hringum, þar af þrír Svíar: Linnea Ström, Anna Nordqvist og Pernilla Lindberg.

Hannah Green frá Ástralíu, sigurvegari síðasta árs, náði sér engan veginn á strik á fyrsta hringnum og lék hann á níu höggum yfir pari. Hún er í 124. sæti.

Bein útsending frá öðrum hring KPMG Women's PGA Championship hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×