Oyarzabal hetja Spánverja gegn Sviss 10. október 2020 20:40 Sigurmarkinu fagnað. vísir/Getty Spánverjar fengu Sviss í heimsókn í A-deild Þjóðadeildarinnar í Madrid í kvöld en leikið var á varaliðsvelli Real Madrid fyrir framan enga áhorfendur. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins en aðeins var eitt mark skorað í leiknum. Það kom á 14.mínútu þegar Mikel Oyarzabal batt enda á snarpa sókn í kjölfar skelfilegra mistaka Yann Sommer og Granit Xhaka í uppspili frá markinu sínu. Svisslendingar áfram með eitt stig á botni riðils 4 en Spánverjar tróna á toppnum með 7 stig. Í sama riðli gerðu Þjóðverjar góða ferð til Úkraínu og unnu 1-2 sigur með mörkum Matthias Ginter og Leon Goretzka. Þjóðadeild UEFA
Spánverjar fengu Sviss í heimsókn í A-deild Þjóðadeildarinnar í Madrid í kvöld en leikið var á varaliðsvelli Real Madrid fyrir framan enga áhorfendur. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins en aðeins var eitt mark skorað í leiknum. Það kom á 14.mínútu þegar Mikel Oyarzabal batt enda á snarpa sókn í kjölfar skelfilegra mistaka Yann Sommer og Granit Xhaka í uppspili frá markinu sínu. Svisslendingar áfram með eitt stig á botni riðils 4 en Spánverjar tróna á toppnum með 7 stig. Í sama riðli gerðu Þjóðverjar góða ferð til Úkraínu og unnu 1-2 sigur með mörkum Matthias Ginter og Leon Goretzka.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti