Einstaklingar á Vogi hlutfallslega eldri en síðustu ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 10:57 Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn á Vog frá janúar 2020 fram í ágúst er töluvert hærri en á sama tímabili árin 2017-2019. VÍSIR/VILHELM Aldur þeirra sem lagst hafa inn á vog frá byrjun þessa árs fram í ágúst er hlutfallslega töluvert hærri en árin þrjú þar á undan. Færri hafa komið til innlagnar sem eru yngri en 40 ára. Innlögum hefur ekki fjölgað í ár en samkvæmt nýjum tölum frá SÁÁ er aldursdreifingin allt önnur en hefur verið. Fjöldi einstaklinga sem lagst hafa inn á Vog á tímabilinu janúar til ágúst 2020 er minni en var að meðaltali á sama tímabili á árunum 2017-2019 í öllum aldurshópum. Aldursdreifingin hefur hins vegar breyst töluvert, og hefur einstaklingum undir 30 ára aldri fækkað hlutfallslega miðað við eldri einstaklinga. Töluvert færri einstaklingar hafa lagst inn á Vog, í öllum aldurshópum, í ár miðað við sama tímabil árin 2017-2019.SÁÁ Til að mynda voru um 8 prósent einstaklinga sem lögðust inn á Vog á árunum 2017-2019 yngri en 20 ára en hefur sú tala nú minnkað niður í um 5 prósent. Þá hefur hið sama gerst í aldurshópnum 20-29 ára, en hlutfall þeirra var um 27 prósent á árunum 2017-2019 en er nú um 23 prósent. Eldri einstaklingum hefur hins vegar fjölgað hlutfallslega. Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn á Vog í janúar-ágúst 2020 er töluvert hærri en á sama tímabili árin 2017-2019.SÁÁ Þá hefur aldursdreifing einstaklinga í fyrstu komu á sjúkrahúsið Vog einnig breyst og rennir stoðum undir það sem áður er nefnt. Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn er töluvert hærri í ár en árin á undan. Aldursdreifing þeirra í fyrstu komu á Vog er hærri en síðustu ár.SÁÁ Fram kemur í tilkynningu frá SÁÁ að það sem af er árs sé minni eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog. Færri innlagnarbeiðnir hafi borist miðað við árin fimm á undan og stefnir í um 500 beiðna fækkun fyrir árið. Þá hafi niðurskurður og samdráttur í starfsemi SÁÁ hvorki áhrif á innlagnir nýkomufólks né þeirra sem eru yngstir. Hóparnir fari ekki á biðlista og er því aðgengi að meðferðinni hið sama og áður. Lengi hafi fækkað í hópnum yngri en 25 ára, allt frá árinu 200, en þetta árið sé fækkunin enn meira áberandi. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. 24. september 2020 20:01 Leita á Vog eftir að hafa drukkið spritt Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. 26. ágúst 2020 08:34 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Aldur þeirra sem lagst hafa inn á vog frá byrjun þessa árs fram í ágúst er hlutfallslega töluvert hærri en árin þrjú þar á undan. Færri hafa komið til innlagnar sem eru yngri en 40 ára. Innlögum hefur ekki fjölgað í ár en samkvæmt nýjum tölum frá SÁÁ er aldursdreifingin allt önnur en hefur verið. Fjöldi einstaklinga sem lagst hafa inn á Vog á tímabilinu janúar til ágúst 2020 er minni en var að meðaltali á sama tímabili á árunum 2017-2019 í öllum aldurshópum. Aldursdreifingin hefur hins vegar breyst töluvert, og hefur einstaklingum undir 30 ára aldri fækkað hlutfallslega miðað við eldri einstaklinga. Töluvert færri einstaklingar hafa lagst inn á Vog, í öllum aldurshópum, í ár miðað við sama tímabil árin 2017-2019.SÁÁ Til að mynda voru um 8 prósent einstaklinga sem lögðust inn á Vog á árunum 2017-2019 yngri en 20 ára en hefur sú tala nú minnkað niður í um 5 prósent. Þá hefur hið sama gerst í aldurshópnum 20-29 ára, en hlutfall þeirra var um 27 prósent á árunum 2017-2019 en er nú um 23 prósent. Eldri einstaklingum hefur hins vegar fjölgað hlutfallslega. Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn á Vog í janúar-ágúst 2020 er töluvert hærri en á sama tímabili árin 2017-2019.SÁÁ Þá hefur aldursdreifing einstaklinga í fyrstu komu á sjúkrahúsið Vog einnig breyst og rennir stoðum undir það sem áður er nefnt. Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn er töluvert hærri í ár en árin á undan. Aldursdreifing þeirra í fyrstu komu á Vog er hærri en síðustu ár.SÁÁ Fram kemur í tilkynningu frá SÁÁ að það sem af er árs sé minni eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog. Færri innlagnarbeiðnir hafi borist miðað við árin fimm á undan og stefnir í um 500 beiðna fækkun fyrir árið. Þá hafi niðurskurður og samdráttur í starfsemi SÁÁ hvorki áhrif á innlagnir nýkomufólks né þeirra sem eru yngstir. Hóparnir fari ekki á biðlista og er því aðgengi að meðferðinni hið sama og áður. Lengi hafi fækkað í hópnum yngri en 25 ára, allt frá árinu 200, en þetta árið sé fækkunin enn meira áberandi.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. 24. september 2020 20:01 Leita á Vog eftir að hafa drukkið spritt Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. 26. ágúst 2020 08:34 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. 24. september 2020 20:01
Leita á Vog eftir að hafa drukkið spritt Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. 26. ágúst 2020 08:34
Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57