Mótmæltu lokunum með gríðarlegu magni af ísmolum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 17:47 Skoskir starfsmenn í veitingageiranum er ekki sáttir Getty/Ewan Bootman Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið. Mótmælin fóru einnig fram fyrir framan ráðhúsið í Glasgow en starfsmennirnir voru að mótmæla því að krám í Glasgow og nágrenni borgarinanrhefur verið gert að loka næstu sextán dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Krár og veitingastaðar á svæðinu mega enn selja mat til þeirra sem vilja taka hann með sér en starfsmönnunum virðist ekki þykja það nóg og því var gripið til þess ráðs að hella þessu mikla magni af ísmolum niður fyrir framan þinghúsið og ráðhúsið. Aðgerðirnar sem var verið að mótmæla eru hluti af hertum aðgerðum yfirvalda í Skotlandi gegn kórónuveirufaraldrinum þar sem tilfellum hefur farið fjölgandi að undanförnu. Starfsmaður hótels í Glasgow sem BBC ræddi við segir að mótmælin hafi verið til þess minna stjórnvöld á að aðgerðir þeirra skapi mikla óvissu um störf og afkomu þeirra sem starfi í veitingageiranum. Annar mótmælandi segir að verið sé að hengja bakara fyrir smið, ekki sé hægt að kenna veitingastöðum og krám um aukningu í smitum, horfa ætti frekar til þeirra sem hist hafa í stórum stíl í heimahúsum. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Tengdar fréttir Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið. Mótmælin fóru einnig fram fyrir framan ráðhúsið í Glasgow en starfsmennirnir voru að mótmæla því að krám í Glasgow og nágrenni borgarinanrhefur verið gert að loka næstu sextán dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Krár og veitingastaðar á svæðinu mega enn selja mat til þeirra sem vilja taka hann með sér en starfsmönnunum virðist ekki þykja það nóg og því var gripið til þess ráðs að hella þessu mikla magni af ísmolum niður fyrir framan þinghúsið og ráðhúsið. Aðgerðirnar sem var verið að mótmæla eru hluti af hertum aðgerðum yfirvalda í Skotlandi gegn kórónuveirufaraldrinum þar sem tilfellum hefur farið fjölgandi að undanförnu. Starfsmaður hótels í Glasgow sem BBC ræddi við segir að mótmælin hafi verið til þess minna stjórnvöld á að aðgerðir þeirra skapi mikla óvissu um störf og afkomu þeirra sem starfi í veitingageiranum. Annar mótmælandi segir að verið sé að hengja bakara fyrir smið, ekki sé hægt að kenna veitingastöðum og krám um aukningu í smitum, horfa ætti frekar til þeirra sem hist hafa í stórum stíl í heimahúsum. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Tengdar fréttir Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35