Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 15:46 Hamilton með hjálminn sem Mick Schumacher gaf honum til heiðurs þess að hafa jafnað met föður síns. Bryn Lennon/Getty Images Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. Í tilefni þess heiðraði Mick Schumacher, sonur Michael, Hamilton og gaf honum Formúlu 1 hjálm sem föður hans notaði er hann keyrði fyrir Mercedes. Þar lauk Michael ferli sínum en hann gerði garðinn frægan með Ferrari og var óumdeilanlega besti ökumaður heims á þeim tíma. Lewis Hamilton is honoured with a Michael Schumacher helmet, by his son Mick, after equalling his #F1 wins record today at the #EifelGPpic.twitter.com/TaUhQZWJPV— Sky Sports (@SkySports) October 11, 2020 „Til hamingju, þetta er magnað afrek og þetta er frá okkur öllum,“ sagði Schumacher yngri er hann rétti Hamilton hjálminn. Schumacher var að taka þátt í sinni fyrstu Formúlu 1 helgi en hann er sem stendur efstur á stigalista Formúlu 2. Talið er að hann muni feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 strax á næsta keppnistímabili. „Þetta er mér mikill heiður. ég kann mikið að meta þetta og takk fyrir kærlega,“ sagði Hamilton. „Ég veit í rauninni ekki hvað skal segja. Þegar þú elst upp við að fylgjast með einhverjum sem þú gjörsamlega dýrkar. Bæði vegna þess hversu góðir ökumenn þeir eru og hversu lengi þeir geta haldið því áfram með liði sínu. Ég held að enginn, og sérstaklega ekki ég, hefði reiknað með því að ég myndi vera nálægt metunum hans Michael svo þetta er mikill heiður og það mun takast tíma að venjast þessu,“ sagði hrærður Hamilton við blaðamenn í kjölfarið og hélt áfram. „Það var ekki fyrr en ég kom í mark sem ég áttaði mig á að ég hefði jafnað metið. Ef það væri ekki fyrir þetta frábæra lið sem stendur við bakið á mér og ýtir mér áfram þá hefði ég aldrei náð þessu,“ sagði Hamilton að lokum. Hamilton gæti einnig jafnað met Schumachers yfir fjölda heimsmeistaratitla að lokinni leiktíðinni. Hann stefnir hraðbyr að sínum sjöunda sem eru jafn margir og Schumacher vann á ferli sínum í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. Í tilefni þess heiðraði Mick Schumacher, sonur Michael, Hamilton og gaf honum Formúlu 1 hjálm sem föður hans notaði er hann keyrði fyrir Mercedes. Þar lauk Michael ferli sínum en hann gerði garðinn frægan með Ferrari og var óumdeilanlega besti ökumaður heims á þeim tíma. Lewis Hamilton is honoured with a Michael Schumacher helmet, by his son Mick, after equalling his #F1 wins record today at the #EifelGPpic.twitter.com/TaUhQZWJPV— Sky Sports (@SkySports) October 11, 2020 „Til hamingju, þetta er magnað afrek og þetta er frá okkur öllum,“ sagði Schumacher yngri er hann rétti Hamilton hjálminn. Schumacher var að taka þátt í sinni fyrstu Formúlu 1 helgi en hann er sem stendur efstur á stigalista Formúlu 2. Talið er að hann muni feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 strax á næsta keppnistímabili. „Þetta er mér mikill heiður. ég kann mikið að meta þetta og takk fyrir kærlega,“ sagði Hamilton. „Ég veit í rauninni ekki hvað skal segja. Þegar þú elst upp við að fylgjast með einhverjum sem þú gjörsamlega dýrkar. Bæði vegna þess hversu góðir ökumenn þeir eru og hversu lengi þeir geta haldið því áfram með liði sínu. Ég held að enginn, og sérstaklega ekki ég, hefði reiknað með því að ég myndi vera nálægt metunum hans Michael svo þetta er mikill heiður og það mun takast tíma að venjast þessu,“ sagði hrærður Hamilton við blaðamenn í kjölfarið og hélt áfram. „Það var ekki fyrr en ég kom í mark sem ég áttaði mig á að ég hefði jafnað metið. Ef það væri ekki fyrir þetta frábæra lið sem stendur við bakið á mér og ýtir mér áfram þá hefði ég aldrei náð þessu,“ sagði Hamilton að lokum. Hamilton gæti einnig jafnað met Schumachers yfir fjölda heimsmeistaratitla að lokinni leiktíðinni. Hann stefnir hraðbyr að sínum sjöunda sem eru jafn margir og Schumacher vann á ferli sínum í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira