Innlent

Færri inni­liggjandi í dag en í gær

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.
Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm

23 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Það er þremur sjúklingum færra en í gær þegar 26 manns voru inniliggjandi.

Af þeim 23 sem eru á spítalanum núna eru þrír á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél. Er það sami fjöldi á gjörgæslu og öndunarvél og í gær.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, bendir á að ekki eigi að lesa of mikið í svona dægursveiflur eins og fækkun sjúklinga nú á milli daga.

Hann búist enn við því að sjúklingum með Covid-19 fjölgi á spítalanum og bendir á í því samhengi að um þúsund manns séu í einangrun vegna sjúkdómsins.

Upplýsingafundur landlæknis og almannavarna hefst klukkan 11 og mun þríeykið svokallaða, þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, fara yfir stöðuna og svara spurningum blaðamanna.

Blaðamenn verða þó ekki á staðnum heldur mæta þeir á fundinn í gegnum fjarfundabúnaðinn Teams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×