Deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin sín í fyrirspurnum í Mæðra tips! Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2020 13:31 Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir lögfræðingur segir mikilvægt að muna rétt barna til friðhelgis einkalífs. Myndin er samsett og barnið á myndinni tengist fréttinni ekki beint. Aðsent-Getty „Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook,“ skrifar Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir í skoðanapistli sem birtist á Vísi í dag. Vigdís er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar og í greininni fjallar hún um aukningu þess á undanförnum árum að Íslendingar noti lokaða Facebook hópa til að miðla ráðum. Nefnir sem dæmi lokaða hópa eins og Skreytum hús með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi. Ræðir hún sérstaklega hópinn Mæðra tips! sem er með um 21.000 meðlimi þegar þetta er skrifað sem er umræðuvettvangur þar sem mæður og verðandi mæður leita ráða, meðal annars tengdum viðkvæmum persónuupplýsingum barna eins og tengdum heilsufari. Leita ráða á kostnað friðhelgis barnsins „Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera.“ Vigdís segir að fjöldi fyrirspurna snúi að viðkvæmum persónuupplýsingum og allir 21 þúsund meðlimir hópsins geti þá séð þær. „Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa.“ Foreldrarnir hafa stjórnina Þó að mynd fylgi ekki með öllum fyrirspurnum er að hennar mati ekki erfitt að fara inn á Facebook prófíl viðkomandi og sjá þar frekari upplýsingar um barnið og jafnvel myndir. „Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja.“ Í lýsingu hópsins Mæðratips eru meðlimir hvattir til þess að virða trúnað. Skjáskot eru ekki leyfð, en erfitt er fyrir stjórnendur hópsins að koma í veg fyrir slíkt.Skjáskot Taka skal fram að einnig er til hópurinn Feðratips á Facebook og þar eru rúmlega 7.600 meðlimir. Feður gefa þar ráð og ræða málefni tengt börnum. Sumar færslurnar eru mjög persónulegar og tengjast til dæmis tálmun mæðra á umgengni við börn. Ófyrirséðar afleiðingar Unnur Sif Hjartardóttir skilaði fyrr á þessu ári meistaraverkefni í lögfræði með titilinn Friðhelgi einkalífs barna í nútímasamfélagi. Persónuupplýsingar barna og markaðssetning áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Í helgarviðtali hér á Vísi sagði hún að hagsmunir barns til friðhelgi einkalífs ættu að vega þyngra heldur en fjárhagslegir hagsmunir áhrifavalds til að nota barnið sitt í markaðsefni. Að hennar mati þarf að breyta lagarammanum til þess að hann verndi börnin betur varðandi birtingu mynda og persónuupplýsinga. „Ég held að það séu alveg skýr markmið að það þurfi að vernda friðhelgi einkalífs barna, hins vegar má alltaf gera betur. Miðað við nútímasamfélagið sem við búum við í dag þá eru bara komin ýmis álitamál sem ekki voru hér áður fyrr. En lagarammar geta ólíklega verndað friðhelgi einkalífs með fullum hætti, sérstaklega með tilliti til forsjá foreldra, það þarf heilt samfélag.“ Segir að birting á viðkvæmum persónuupplýsingum barna geti haft ófyrirsjáanleg áhrif á þau. „Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Hún minnir á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Það skiptir líka máli hvar þessar upplýsingar eru birtar, en ekki allir lesa notendaskilmála Facebook. „Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar.“ Hægt er að lesa skoðanagrein Vigdísar í heild sinni HÉR. Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Persónuvernd Tengdar fréttir Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. 12. október 2020 12:01 Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
„Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook,“ skrifar Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir í skoðanapistli sem birtist á Vísi í dag. Vigdís er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar og í greininni fjallar hún um aukningu þess á undanförnum árum að Íslendingar noti lokaða Facebook hópa til að miðla ráðum. Nefnir sem dæmi lokaða hópa eins og Skreytum hús með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi. Ræðir hún sérstaklega hópinn Mæðra tips! sem er með um 21.000 meðlimi þegar þetta er skrifað sem er umræðuvettvangur þar sem mæður og verðandi mæður leita ráða, meðal annars tengdum viðkvæmum persónuupplýsingum barna eins og tengdum heilsufari. Leita ráða á kostnað friðhelgis barnsins „Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera.“ Vigdís segir að fjöldi fyrirspurna snúi að viðkvæmum persónuupplýsingum og allir 21 þúsund meðlimir hópsins geti þá séð þær. „Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa.“ Foreldrarnir hafa stjórnina Þó að mynd fylgi ekki með öllum fyrirspurnum er að hennar mati ekki erfitt að fara inn á Facebook prófíl viðkomandi og sjá þar frekari upplýsingar um barnið og jafnvel myndir. „Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja.“ Í lýsingu hópsins Mæðratips eru meðlimir hvattir til þess að virða trúnað. Skjáskot eru ekki leyfð, en erfitt er fyrir stjórnendur hópsins að koma í veg fyrir slíkt.Skjáskot Taka skal fram að einnig er til hópurinn Feðratips á Facebook og þar eru rúmlega 7.600 meðlimir. Feður gefa þar ráð og ræða málefni tengt börnum. Sumar færslurnar eru mjög persónulegar og tengjast til dæmis tálmun mæðra á umgengni við börn. Ófyrirséðar afleiðingar Unnur Sif Hjartardóttir skilaði fyrr á þessu ári meistaraverkefni í lögfræði með titilinn Friðhelgi einkalífs barna í nútímasamfélagi. Persónuupplýsingar barna og markaðssetning áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Í helgarviðtali hér á Vísi sagði hún að hagsmunir barns til friðhelgi einkalífs ættu að vega þyngra heldur en fjárhagslegir hagsmunir áhrifavalds til að nota barnið sitt í markaðsefni. Að hennar mati þarf að breyta lagarammanum til þess að hann verndi börnin betur varðandi birtingu mynda og persónuupplýsinga. „Ég held að það séu alveg skýr markmið að það þurfi að vernda friðhelgi einkalífs barna, hins vegar má alltaf gera betur. Miðað við nútímasamfélagið sem við búum við í dag þá eru bara komin ýmis álitamál sem ekki voru hér áður fyrr. En lagarammar geta ólíklega verndað friðhelgi einkalífs með fullum hætti, sérstaklega með tilliti til forsjá foreldra, það þarf heilt samfélag.“ Segir að birting á viðkvæmum persónuupplýsingum barna geti haft ófyrirsjáanleg áhrif á þau. „Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Hún minnir á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Það skiptir líka máli hvar þessar upplýsingar eru birtar, en ekki allir lesa notendaskilmála Facebook. „Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar.“ Hægt er að lesa skoðanagrein Vigdísar í heild sinni HÉR.
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Persónuvernd Tengdar fréttir Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. 12. október 2020 12:01 Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. 12. október 2020 12:01
Hugsanlegt að börn áhrifavalda njóti ekki friðhelgi einkalífs Unnur Sif Hjartardóttir skoðaði hvort áhrifavaldar séu að brjóta lög með því að nota börnin sín í markaðsefni. 2. febrúar 2020 07:00