Lífið

Svona nær Elon Musk að reisa verksmiðjur Teslu á ógnarhraða

Stefán Árni Pálsson skrifar
sadgsghdsh

Eitt allra vinsælasta farartæki heimsins í dag eru bílarnir frá fyrirtækinu Tesla en um er að ræða rafmagnsbíla sem ganga aðeins fyrir rafmagni.

Gríðarleg eftirspurn er eftir bílunum og því þarf fyrirtækið að framleiða ótrúlegt magn af bifreiðum á dag.

Undir alla þessa starfsemi er nauðsynlegt að hafa stóra og afkastamikla verksmiðjur, til að mæta eftirspurninni. Nú er verið að reisa verksmiðjur um heim allan og hefur það tekið minna en tólf mánuði að ná að byggja gríðarlega stórar verksmiðjur fyrir fyrirtækið og stefnir Elon Musk stofnandi og eigandi Teslu á að reisa enn fleiri.

Lykilatriðið er að hanna húsnæði sem hægt er að reisa hvar sem er í heiminum og því má segja að allar verksmiðjur fyrirtækisins líti í raun alveg nákvæmlega eins. Það hefur það í för með sér að framkvæmdin getur tekið styttri tíma, þar sem búið sé að reisa alveg eins byggingu annars staðar í heiminum.

Annað atriði sem sparar tíma er að verksmiðjurnar eru í raun settar saman eins og legohús. Úr fyrirframframleiddum einingum og það sparar einnig tíma. Öll húsin eru hönnuð þannig að auðveldlega er að hægt að stækka þau.

Fjallað er um framleiðsluferli Teslu á YouTube-síðunni The B1M.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×