Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga metfjöldann úr fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 10:49 Róðurinn þyngist dag frá degi á Covid-19-göngudeildinni og búist er við fleiri innlögnum á spítalann á næstunni. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell 22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
22 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans í samtali við Vísi. Í gær voru 23 inniliggjandi á spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Már segir ekki tímabært að lesa of mikið í þessa breytingu á milli daga þar sem mikill fjöldi fólks hafi greinst með veiruna í liðinni viku. Þeir einstaklingar eigi, ef að líkum lætur, eftir að veikjast og því sé enn búist við því að innlögnum Covid-19-sjúklinga fjölgi á næstunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á Covid-19-göngudeildinni, segir róðurinn þar þyngjast dag frá degi. Nú eru um 1000 sjúklingar í einangrun og því undir eftirliti hjá deildinni. Fjöldi virkra smita nálgast óðfluga fjöldann þegar mest var í fyrstu bylgjunni í vor. Samkvæmt covid.is voru flestir með virk smit þann 5. apríl síðastliðinn eða alls 1.096. Núna eru 1.039 í einangrun samkvæmt covid.is en 83 greindust með veiruna innanlands í gær. Langflestir eru grænmerktir hjá Covid-19-göngudeildinni., það er að segja með væg einkenni sjúkdómsins. Um sex prósent, eða um 50 manns, eru gulmerktir sem þýðir að þeim er ekki batnandi á fimm dögum. Ragnar bendir á, líkt og Már, að mörg hundruð manns hafi greinst í síðustu viku. Það sé því búist við því að fleiri muni veikjast á næstu dögum en almennt koma alvarlega veikindi Covid-19 fram á fimmta til sjöunda degi. Fréttin varp uppfærð klukkan 11:12 með nýjum tölum yfir fjölda smitaðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent