Segir þörf á að fara „mjög hægt“ í að aflétta hertum aðgerðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. október 2020 11:53 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. Hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á fimmtudaginn og á von á að hertar aðgerðir gildi áfram. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann kveðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvað verði í minnisblaði til ráðherra þar sem hann eigi eftir að skrifa það og skila en leggur áherslu á að það þurfi að fara hægt í að aflétta aðgerðum. Núgildandi aðgerðir falla úr gildi næstkomandi mánudag. „Ég held ég verði að sjá núna næstu dagana hvernig þróunin verður en eins og ég hef sagt margoft þá held ég að við verðum að fara mjög hægt í það að aflétta, annars fáum við það bara í bakið aftur og það tekur okkur þá lengri tíma að reyna að ráða að niðurlögum faraldursins aftur,“ segir Þórólfur. Faraldurinn enn fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu Hertari reglur eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu vegna meiri útbreiðslu veirunnar þar. Þórólfur segir að enn sé fyrst og fremst verið að eiga við faraldurinn á höfuðborgarsvæðinu á meðan það gangi tiltölulega vel úti á landi. Hertari reglur verði því kannski eitthvað lengur við lýði á höfuðborgarsvæðinu. „En hvernig nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja um enda eru það stjórnvöld sem ákveða það,“ segir Þórólfur. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær sem er talsvert meira en á laugardag og sunnudag þegar annars vegar 60 greindust smitaðir og hins vegar 50. Þórólfur telur skýringuna á fjölgun smita liggja í því að miklu fleiri voru skimaðir í gær heldur en um helgina. Hann segir að auðvitað hefði verið gaman að sjá smitunum fækka meira. Allt öðruvísi faraldur núna en í vetur „En eins og við höfum sagt áður þá tekur að minnsta kosti eina til tvær vikur að sjá árangur af þessum aðgerðum. Í fyrstu bylgjunni í vetur þá tók það um tíu daga en ég held að það muni taka lengri tíma núna vegna þess að þetta er allt öðruvísi faraldur núna en í vetur. Hann er búinn að grafa meira um sig og ég held að það muni taka lengri tíma að sjá hann fara niður og auðvitað verður ánægjulegt þegar það gerist en ég held að það muni ekki gerast hratt,“ segir Þórólfur. Aðspurður kveðst hann ekki vita hversu langan tíma þetta muni taka nú en að allavega þurfi að bíða þessa viku. „Ég yrði hissa ef við myndum sjá miklar breytingar í þessari viku en ég held við ættum að sjá í framhaldi af því þetta fara niður. En ég bendi á aðrar þjóðir sem eru að beita hörðum aðgerðum, eins og til dæmis í Osló, það er búið að taka nokkrar vikur fyrir þá að sjá einhverjar miklar breytingar þannig að þetta gerist ekki mjög hratt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent